Vissuð þið að Humphrey Bogart og Lauren Bacall úr I love Lucy voru hjón? það er meira að segja til heilkenni sem ber nafn þeirra... en hefur ekkert að gera með að þau voru gift held ég:)
Í bíómyndum er heiladautt fólk "tekið úr sambandi" og deyr þegar öndunarvélin hættir að hjálpa þeim að anda. Stundum deyr það ekki um leið eins og ég hélt (enda er meirihluti minnar reynslu fengin úr bíómyndum) heldur lifir áfram í einhvern tíma áður en líkaminn gefst upp, klukkutíma, sólarhring etc. Karen Ann Quinlan óverdósaði 1975 og læknarnir bjuggust ekki við að hún myndi nokkurn tímann vakna aftur því hún hafði orðið fyrir heilaskaða. Foreldrar hennar fóru fyrir dómstóla og börðust fyrir leyfi til að "taka hana úr sambandi", þau fengu leyfið, slökktu á öndunarvélinni en Karen Ann dó ekki, hún lifði öndunarvélarlaust í tíu ár og dó úr lungnabólgu 1985. Eftir þetta mál urðu til siðanefndir innan spítala ... áhugavert:)
Stundum berast fréttir um lát frægra einstaklinga en þeir hafa það raunverulega fínt... þessir listar hjá Who2 eru sumir skemmtilegir:) fólk sem varð að fyrirbærum, Oversize demise og Óskarsverðlaunaklúður ... fór að velta því fyrir mér afhverju styttan er kölluð Óskar og það er ekki beint vitað:) Styttan heitir The Academy Award of Merit og er riddari með krossferðarsverð (hvernig þau eru öðruvísi en venjuleg sverð veit ég ekki alveg...), hann stendur á filmuspólu með fimm teinum sem eiga að tákna meðlimi akademíunar (upprunalega, teinarnir þyrftu að vera mun fleiri núna), leikarar, höfundar, leikstjórar, framleiðendur og tæknimenn. Ein óstaðfest saga af uppruna nafnsins er að Margaret Herrick, sem var eitt sinn bókasafnsfræðingur Akademíunar og seinna framkvæmdastjóri, sagði að styttan líktist Óskari frænda hennar. Nafnið var fyrst notað 1934 eftir að Katharine Hepburn fékk hana fyrir "Bestu leikkonuna" en Akademían sjálf notað ekki nafnið fyrr en 1939. Merkilegt:) svo getið þið séð hverjir hafa unnið styttuna frá upphafi:)
Verðlaunaafhendingin er skemmtilegt þema fyrir útskriftarböll og það er hægt að kaupa alls konar fylgihluti og jafnvel leigja skemmtistað með þessu þema:)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli