miðvikudagur, mars 31, 2004

það var húsfundur í húsinu mínu í kvöld því við erum að fara að gera smávegis við húsið bráðum - næsta sumar, eftir ár, ætlum við að mála húsið gult aftur því við viljum öll segjast búa í "gula húsinu" ekki "kremaða húsinu":) fundurinn var stuttur og skemmtilegur því nágrannar mínir eru einstaklega fínt fólk en ég labbaði hins vegar upp með Möppuna ég er nefnilega orðin formaður, ritari og gjaldkeri húsfélagsins ... hef ég ekki nóg að gera? ... ég var of sein í að stinga upp á einhverjum í þetta hlutverk og það var stungið uppá mér fyrst, fattaði sem sagt of seint að þetta var svona pant-leikur eins og í leikskóla:) of langt síðan ég var í leikskóla greinilega ... ég er samt ekkert að barma mér yfir þessu hlutskipti, starfið felst aðallega í því að opna umslög, gata þau og setja í græna möppu ... ég verð að vísu líka eitthvað að sjá um samningaviðræður við iðnaðarmenn og verktaka, jamms .... ætli ég geti ekki sett þetta á CV-ið mitt?

fagnaði stöðuveitingunni áðan með því að panta mér pizzu, klukkan var orðin of margt til að hringja í fólkið sem ég ætlaði að borða pizzu með í vikunni en það er nóg eftir af henni, vikunni sem sagt... pizzunni líka ef einhver vill afganga? og hingað til hef ég aldrei fengið of mikið af pizzu - efa að það sé hægt að borða yfir sig af pizzu ... væri samt alveg til í að prófa það einhvern daginn:)

... ég VAR blessunarlega laus við að hafa séð myndband með Leoncie en myndbandið við Wrestler er í sjónvarpinu núna ... ég held að ég sé orðin blind ... og heyrnalaus;)

góðar stundir

mánudagur, mars 29, 2004

hef farið að sofa fyrir miðnætti tvö kvöld í röð:) og það á barasta alveg ágætlega við mig ... kannski er ég ekki eins mikil B manneskja og ég hélt? jú ég er það ábyggilega því ég er ekki að vakna neitt sérlega snemma og ég held að ég hafi kannski þurft á meiri svefni að halda en ég hef leyft mér að fá undanfarið, til dæmis á föstudaginn var ég vöknuð um sjö til að vesenast allan daginn og fór ekki að sofa fyrr en ... um miðja nótt:) í lok síðustu viku var ég sem sagt orðin of þreytt til að virka almennilega en núna er ég alveg tilbúin til að takast á við nýja viku, en ég ætla ekki að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa í vikunni vegna þess að ég veit af fenginni reynslu að ég svík alltaf þannig loforð:) ... betra er ólofað en illa efnt og allt það;)

Þreif bílinn hennar mömmu á föstudagsmorguninn og leið eins og hálfvita þegar allir nágrannarnir voru að taka aukahring til að horfa á stelpuna sápa bílinn í snjókomu - ég fékk samt ekki drep í hendurnar við vegna kuldans eins og ég bjóst:) ætlaði að þrífa bílinn alla síðustu viku í góða veðrinu en vegna alls konar uppákoma endaði ég á því að gera það á seinustu stundu... á seinustu stundu vegna þess að þegar vél lendir 13:10 mun hún lenda tíu mínútur yfir eitt en ekki tíu mínútur yfir þrjú - einhvern daginn ætla ég að læra á klukku:)

Ég er að verða stór vegna þess að ég er komin með ársplan:) ekki fimmára plan eins og nokkrir sem ég þekki, en eitt ár frammí tímann er alveg rosalega fínn árangur finnst mér:) að minnsta kosti hjá byrjanda:) núna er ég ekki bara að pæla í því sem ég er að fara að gera í kvöld eða mesta lagi á morgun:) núna get ég farið að skipuleggja heimsreisuna mína líka:)

Það má ekki henda fólki úr leigubíl á ferð og Skólavörðuholtið er ekki óvirk eldstöð, allt hraunið hérna er aðflutt - held að þetta holt hafi ekki verið virkt jarðhitasvæði síðan fyrir ísöld:) á föstudaginn var ég þreytt og fannst ég rosalega fyndin eftir nokkra:) hefndist fyrir á laugardaginn þegar konan í Máli og menningu snappaði á mig, "viltu ekki bara gera þetta sjálf!!" - "nei, nei, þetta er fínt ef þú vandar þig svolítið" og ég gleymdi kaffinu mínu í Blómaval, kaffi er gott veganesti í langferð, daginn eftir, en það komst ekki með mér út fyrir bæjarmörkin...

Golsótt kind sem á lamb í mars og er búið að girða af er ekki veik heldur brún í framan - það er búið að girða hana af svo aðrar kindur stígi ekki á lambið - nægilega slæmt víst að mamman (sem ég veit ekki hvað heitir) stígi á lambið sitt sjálf ... hef aldrei borið mikla virðingu fyrir kindum síðan ég var neydd, einu sinni, til að fara í réttir með leikskólanum. Þann dag kom ég grátandi heim eftir að hafa verið að kafna úr fýlu og staðið í augnhæð við blautar kindur sem pissuðu og kúkuðu á mig í grenjandi rigningu heilan dag og fékk mömmu til að lofa að senda mig þangað aldrei aftur, hef aldrei farið í réttir síðan ... kannski vegna þess að botnlanginn var fjarlægður úr mér sumarið sem ég varð sex ára (og þar með miðstöð ónæmiskerfis míns fram að fermingaraldri samkvæmt nýjustu rannsóknum) og fyrsta mánuðinn í skólanum, að minnsta kosti, var ég alltaf veik af einhverju sem var að ganga og hef misst af öllum frekari réttarferðum ... en ég kýs að þakka mömmu fyrir að hafa hlíft mér við því að umgangast kindur, mamma verandi einstaklega góð manneskja:) ... á laugardaginn sá ég eina sem var að kúka, bakkaði á aðra og hélt áfram að kúka á bakið á henni - þetta er pempían í mér engan vegin að höndla! Pempíuskapur minn kom samferðastelpum mínum mikið á óvart, "vannst þú ekki í fiskbúð í allan þennan tíma! hvernig geturðu verið svona mikil pempía??!!" - þeir sem þekktu mig þegar ég byrjaði í fiskbúðinni geta staðfesta að það var veðmál í gangi um hversu lengi ég myndi endast, daginn? vikuna? og ég viðurkenni að ég var að vonast eftir því að fá vinnuna á hjólaverkstæðinu en ekki innan um blóð og slím og lík af fiskum með innyfli sem varð að skera úr og augu sem fylgdust með mér hvar sem ég var í vinnslusalnum eins og einhver krípi mynd af Winston Churchill sem er hægt að kaupa í Tiger ... - sem minnir mig á það: hver hélt utan um sjóðinn? ég vann ykkur öll!!!:) en ég viðurkenni fúslega að ég er pempía að sumu leyti, pempía sem fílar Söndru Bullock og hefur horft of oft á Sleepless in Seattle og Pretty Woman til að hollt geti talist en skítur sem er ekki svona "lífrænn" truflar mig ekki neitt sérlega mikið, hef til að mynda ekkert á móti því að verða skítug af bíladrullu og ég get unnið garðavinnu - ef það eru ekki pöddur sem hreyfa sig hratt í téðum garði:)

Afmælisveislan var í Félagsheimilinu Skildi hjá Stykkishólmi, kona sem spilaði einstaklega vel á harmónikku sá um tónlistina og tók við óskalögum þannig að við þjóðfræðinemarnir tókum nokkra þjóðdansa fyrir gestina - eins og fólk gerir í afmælisveislum með harmonikkutónlist:) þetta var rosalega skemmtileg veisla og við hlógum svo mikið að við vorum farnar að vekja lukku löngu áður en við fórum að dansa:) núna langar mig svolítið að fara á réttarball (mér var sagt að allir sætu strákarnir komi þangað en komust ekki í veisluna vegna annarra skuldbindinga) en ég ætla ekki að láta sjá mig fyrr en allar kindurnar eru farnar heim að sofa ... talandi um kindur, ég held að Silence of the Lambs hefði ekki virkað ef hún héti Silence of the Sheep, þó að það stuðli, lömbin eru saklaus af því að kúka á bakið á öðrum því þau eru ekki nægilega há í loftinu, öll dýr eru með asnalegar lappir þegar þau fæðast (kindur eru með ansalegar labbir líka...), mér er ekki sérlega illa við lömb ... þau hafa heldur ekki fullkomnað þetta starandi augnaráð sem einkennir hinar fullorðnu kindur, þær minna mig á stóra, loðna, bláeygða ránfugla ... en ullin er samt nauðsynleg býst ég við ... endilega skrollið niður

ætla að halda áfram að vinna verkefnamöppuna mína ... eða lesa The Human Stain eftir Philip Roth, er alveg að fíla þessa bók, vel skrifuð og fullt af orðum (ég er mikið fyrir "orð" í bókum ... duhhh ... erfitt að útskýra það, The Street of Crocodiles og And The Ass Saw the Angel eru til að mynda bækur sem ég fíla útaf orðunum:)) svo eru líka svo skemmtilegar pælingar í þessari bók "I know that every mistake that a man can make usually has a sexual accelerator"

góðar stundir

laugardagur, mars 27, 2004

sorrí ... ætlaði að blogga því þessi undanfarni sólarhringur hefur verið meiriháttar viðburðaríkur en Silence Of The Lambs er á Skjá einum og mig langar til að sjá hana - sá hana í bíó og minnir að hún hafi verið góð? kemur í ljós:)

brosverkir og illt í maganum af hlátri... ;)

föstudagur, mars 26, 2004

við erum búin að eyðileggja myndavélina í vinnnunni með ákafa og afköstum ... erum að borga fyrir það núna með því að hafa ekki rassgat að gera nema spila asnalega orðaleiki meðan annað okkar tekur myndir á antik myndavél en hitt borar í nefið - ekki alslæmt að vísu:
End of DayS - Something About MarY - YallayallA (sænskir þættir??? ok:)) - AI - I, RoboT - Thin Red LinE - Eye of the Beholder - Ronja ræningjadóttiR - Rex - Xena Warrior Prinsess - Saving Private RyaN - Nonni og MannI - In the Name of the FatheR - Return of the KinG - the Good, the Bad the UglY - Young Indiana JoneS - Stealing BeautY - (ég hata y ....) Young Einstein - Natural Born KillerS - SeabiscuiT - Titan AE - Everybody Loves RaymonD - Dude, Where's My CaR - Raiders of the Lost ArC - CandimaN - Name of the RosE - Enchanted MansioN - NortH - HamleT - To Kill a MockingbirD - Death of a SalesmaN - Nothing to LosE - Emperor of the SuN - NikitA - Apocalypse NoW - What Women WanT - TerminatoR - RosswelL - Life of David GaylE - EnterprisE - Eyes Wide ShuT - TrainspottinG - Groundhog DaY - Young BlooD - Dances With WolveS - Seven SamuraI - Intolerable CrueltY - You've Got MaiL - Long Kiss GoodnighT - Twin PeakS - SWAT - Twilight ZonE - El MariachI - IshtaR - River Runs Through IT - Tank GirL - Love ActuallY ... etc.:)
frh. YentilL - Leaving Las VegaS - Shawsank RedemptioN - Notting HilL - Lost In SpacE - ExcalibuR - RoxannE - ErnesT - Time To KilL - Lost In TranslatioN - Nobody's FooL - Lock, Stock and Two Smoking BarrelS - Starship TrooperS - Something's Gotta GivE - EldoradO - OrlandO - Oceans EleveN - NeighbourS - jamms ... fer að verða komið gott ...

góðar stundir ...

laugardagur, mars 20, 2004

 • Hlaut að koma að því... • soldið langt síðan ég uppgötvaði eitthvað nýtt varðandi tölvuna mína þannig að ég er að prófa núna ... þið eigið að geta séð leynitexta ef þið farið með bendilinn á linkinn hér að ofan og hann á að opnast í nýjum glugga líka ... veit samt ekki hvort það eigi eftir að virka? annars er ég að skrifa ritgerð núna þannig að ég ætla ekki að surfa neitt ... eða breyta blogginu þó það fari að koma að því, orðin leið á útlitinu og litunum:)

  föstudagur, mars 19, 2004

  nei, klukkan er ekkert að klikka hérna neðst, ég er vöknuð og að blogga fyrir klukkan átta um morgun;) og ekki bara það þá er ég búin að vera vakandi í nokkra klukkutíma! ... eða síðan rétt fyrir sex ... en það er samt mjög langur tími:) var að skutla foreldrunum á flugvöllinn í morgun, fæ að hafa geimskipið hans pabba í viku;) þetta er þvílíkt glampandi sniðugur bíll, ég get startað honum inní stofu, labbað út og þá er hann farinn að verða hlýr! snilld ... ætli ég geti fengið mér svona system í Chevýinn ... ábyggilega ekki, hann er '89 módelið - ábyggilega meiri líkur á að ég fengi dverg til að búa í honum til að hafa hann tilbúinn á morgnanna;) rafmagnið er ekki uppá marga fiska ... kviknaði í honum síðasta sumar og þannig:)

  meirihluta leiðarinnar heim var ég að hlusta á Rás eitt í útvarpinu, stöðin hans pabba og lærði ýmislegt, sólin kemur upp í Reykjavík 7:29, er í hádegisstað 13:35 og sest 19:42 ... ég tékkaði ekki á þessu þannig að hugsanlega mögulega eru þetta ekki réttar tímasetningar en ég er svona 99% viss að ég hafi ekki ruglað þeim ... merkilegt, þetta man ég en ekki símanúmer á milli þess sem 118 segir það og ég reyni að stimpla það inn - mjög sérhæfð fötlun það;) en núna eru þeir komnir með þjónustu þar sem þeir tengja þig beint við númerið sem þú biður um ... sem hefur að vísu orðið til þess að ég veit ekki einu sinni á hvaða tölum sum símanúmer byrja á;) eftir að hafa hlustað á Rás eitt um stund kom lag með Karlakórnum Kátum þröstum ... fullmikið af hinu góða þannig að ég ýtti á einhverja takka og lenti á Létt 96,7 ... þarf ekki eitthvað próf til að vinna á útvarpsstöðvum? konan var að segja manninum frá því að hún hafi tekið viðtal við konu "sem er með svona ... svona ofbeldis ... markaðssókn" ... ofbeldis markaðsókn? er hún að hvetja til þess þá? svo sagði hún líka frá manni sem "framdi bankarán í desembermánuði ... í desember ... í fyrra ... í desember 2001" jamms, hún var kannski bara illa vöknuð? eðal morgunþáttur ábyggilega ... leiðinlegt að missa alltaf af honum - eða ekki auðvitað;)

  verð að vinna á báðum stöðum í kvöld þannig að ég er að hugsa um að leggja mig einhvern tímann í dag ... núna eða seinna? ef ég bíð með það gleymi ég því ábyggilega þangað til það er orðið of seint og verð orðin verulega mygluð eftir miðnætti en hins vegar ef ég sofna núna er ekkert víst að ég nái að vakna fyrr en einhvern tímann eftir hádegi og þá næ ég ekki að gera neitt í dag .... synd að þetta skuli vera vinnuhelgi og að ég skuli þurfa að skrifa ritgerð annars gæti ég farið út úr bænum, góð veðurspá á Fagurhólsmýri ... skv. veðurspá Rásar eitt;)

  ... og það er flöskudagur ... passið ykkur í kvöld stákar:)

  miðvikudagur, mars 17, 2004

  ég labbaði framhjá Tjörninni í dag og það var par að stíga út úr bílnum sínum til að gefa öndunum brauð, glampandi rómantískt allt saman:) þau voru með sitthvor pokann af nýju brauði, sem er mjög sniðugt vegna þess að ef brauðið er myglað gæti það að sjálfsögðu skemmt rómantíska fílinginn... endurnar voru glorhungraðar greinilega því þær þyrptust að bakkanum og ábyggilega 15 svanir komu fljúgandi frá hinum enda Tjarnarinnar, Iðnó-megin, lentu og byrjuðu að háma í sig ... stelpan var viðeigandi ánægð með fyrirhöfn þeirra, flissaði og skríkti og hékk í olnboga kærastans ... en svanirnir yfirgnæfðu hana - þvílíkur hávaði! fór að pæla, svanir eru soldið eins og danskir strákar, afskaplega myndarlegir, tignarlegir, stórir, vöðvastæltir, gaman að horfa á þá, hugsar: gaman að taka einn svona heim með sér en svo opnar hann munninn og allur áhugi hverfur eins og dögg fyrir sólu ....

  EKKI byrja á þessum leik!!!!

  ... ef þið gerið það samt ... skemmtið ykkur vel og ég get hjálpað ykkur þegar þið eruð pikkföst einhvers staðar;)

  þriðjudagur, mars 16, 2004

  var að klára gagnrýnina mína fyrir bókmenntaritgerðir, eins og sönnum gagnrýnanda sæmir hrósaði ég sýningunni og benti á ýmislegt sem var ekki eins gott.... hrósaði sýningunni samt aðallega;) sá þennan prófessor á batman.is og hann minnti mig á sýninguna, alltaf allir að skipta um búninga:)


  hlakka til að komast út í góða veðrið núna þó ég sé að fara í skólann;) ... ekki eins slæmt og ef ég væri að fara niðrí Lýsi til að vinna á færibandi við að líma lýsisperlur saman;)

  mánudagur, mars 15, 2004

  hvað er list og hvað er það ekki? stundum hef ég verið að pæla í þessu en í dag sá ég mjög sniðuga heimasíðu... myndir af stelpum úr tyggigúmmíi:) ... sumt er mjög vel gert:  svo stendur þetta um gerð listaverkanna:
  Each Gum Blonde is 100% chewed bubblegum on a plywood backing. No paint or dye is used. The colour is inherent to the gum - the mixing of colours takes place inside the mouth during chewing using an endless variety of flavours made by an endless variety of companies. Kronenwald (listamaðurinn) has a dedicated team of chewers and prefers the texture of Trident. However, he does not chew gum himself unless he must.

  þessi gaur er sem sagt með tyggjó sweat-camp einhvers staðar í Kanada;) ég er kannski eitthvað pjöttuð en ef ég væri að vinna eitthvað með tyggjó þá er ég eiginlega á því að mig myndi langa til að tyggja það sjálf í staðinn fyrir að vera að kreista annarra manna munnvatn úr því:/ uuugghghhh fæ bara hroll við tilhugsunina!!:)

  ég er á netinu vegna þess að ég er að leita að bókum og greinum... sem hafa ekkert með tyggjó að gera, þetta var bara smá hliðarspor:)... ég ætla að stíga eitt annað ... ég neita að trúa að það sé til svona fólk, hvernig er hægt að efast um þróunarkenninguna? ... hún er hugsanlega ekki alveg 100% rétt en kommon!
  Imagine your son or daughter coming home from school and presenting you with his or her term paper. Jenny is so excited – she got an “A+,” and did it all by herself! As you glance down at the report, the smile on your face quickly fades away. The title of her paper creates intense pressure inside your chest: “Evolution and Religion: A Peaceful Coexistence.”

  ... alltaf .... eeeerrrr ... upplýsandi að lesa kristnar heimasíður;)

  hvað er málið með háskólapóstinn? hvenær verður hann kominn í lag?
  hrjóta kettir almennt eða er þetta eitthvað einkennandi fyrir köttinn minn? hann hefur alltaf hrotið, alveg síðan hann var kettlingur ... þetta er ekkert nýtt sem sagt, hann liggur bara í kjöltunni minni núna og hefur hátt;)

  anívei, háskólakynningin í dag ... skemmti mér mjög vel, rölti um svæðið með dimmisjónbúningi (Birna í apabúningi) og þjóðbúningi (Kristín einstaklega glæsileg) og skoðaði allt sem stóð til boða:) komst að því að ég var markaðshópur hjá Háskólanum á Bifröst í nýja mastersnámið þeirra, Menningar- og menntastjórnun:) hljómar vel en ... 888.000.- kall er frekar mikill peningur... en ég sá líka einstaklega áhugavert mastersnám í þýðingum:) kannski ég geri það þegar ég er orðin stór, einbeiti mér að því að koma íslenskum bókum út á ensku? það vantar víst góða þýðendur í þá áttina... og hina ef marka má suma texta sem fylgja enskum bíómyndum;)

  ekkert að surfa í kvöld en ég verð að deila þessari síðu með ykkur, eru börn fávitar? þessi köttur er verulega pirrandi!!! en hérna getið þið lært hvernig á að vera alvöru ninja - amk um höfuðið:) og samkvæmt þessu er ninja nafnið mitt Expert Ingrate ekki slæmt;)

  sunnudagur, mars 14, 2004

  því minni sem ábyrgðin er því meiri líkur eru að að klúðra málunum... háskólakynningin í dag og þar sem ég þufti ekki að skipuleggja neitt í sambandi við hana, ekki hverjir áttu að koma eða hvernig "básinn" okkar átti að líta út eða koma með bækur... þá var ég næstum búin að gleyma henni:/ átti bara að mæta en er svo léleg að ég komst ekki að því hvenær ég átti að koma fyrr en rétt í þessu - nývöknuð og á deginum sjálfum ... en þetta er þvílíkt glampandi góður dagur!!! ef mér fannst vera komið sumar í gærmorgun þá er ég að hugsa um að draga fram sumarfötin í dag ... og vekja lukku:)

  rosalega gaman í gærkvöldi:) takk fyrir komuna stelpur:)

  laugardagur, mars 13, 2004

  mér leið eins og það væri komið sumar í morgun:) fór ekki að sofa fyrr en að verða fimm síðustu nótt en reif mig á fætur níu í morgun og í sturtu... það var bjart og líkamlega vont að fara á fætur vegna þeytu - ég veit að í hugum margra eru þetta ekki mjög sumarlegar aðstæður - fyrir utan birtuna - en einkennandi fyrir sumrin mín greinilega:)

  fór með guðsyni mínum að gefa öndunum brauð, skoða bátana við gömlu höfnina, spjalla við sjómenn og að lokum heim til mín í piparmyntukex og Shrek. Sóttum mömmu í hádeginu og fórum heim til að búa til "strákasteik" þegar þau voru að steikjast komu systir mín, maðurinn hennar og stelpurnar þannig að mamma vippaði upp nokkrum "pæjubrauðum" um leið... til útskýringar þá er strákasteik og pæjubrauð kölluð "french toast" á öðrum heimilum en verður mun girnilegra þegar það heitir eitthvað annað, meira peer-specific:) ... allur matur heima hjá mömmu kallast eitthvað annað en heima hjá öðrum mömmum, við borðuðum til dæmis alltaf Róbinsó-Krúsó-mat þegar mamma var að taka til í ísskápnum:)

  fullt af merkilegum hlutum að gerast annars, vissuð þið að ef þið hringið í heimasímann minn þá svarar Vegagerðin á Sauðárkróki stundum símanum, sömuleiðis ef þú ert að reyna að ná í Vegagerðina á Sauðárkróki eldsnemma á morgnanna til að fá einhverjar upplýsingar eru allar líkur á því að þú náir sambandi við mig, vekir mig og fáir einhverja drauma-þvælu-vitleysisupplýsingar þangað til ég skelli á þig fyrir að vera tillitslaust fíbl sem leyfir heiðarlegu vegagerðar-sambandslausum stelpum ekki að sofa út:)

  fór á Meistarann og margarítuna í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær - mæli hiklaust með þessari sýningu:) kveið rosalega fyrir að fara því ég er ekki leikhúsmanneskja almennt og vissi ekki hvort ég þyldi að sitja gegnum 3 klukkutíma langa sýningu en það var skyldumæting hjá skólanum (verð að skrifa gagnrýni um verkið) og ég sé ekkert eftir því:) húmor, nekt og ofbeldi, flott sýning í alla staði og ég skemmti mér glampandi vel:) komst líka að því að Sólveig Guðmunds., sem var með mér í bekk meirihluta skólagöngu minnar, lék stórt hlutverk í sýningunni og stóð sig einstaklega vel:)

  fimmtudagur, mars 11, 2004

  3/11... og ég hélt að Madrid myndi vera tiltölulega örugg borg? ég þekki konu sem er búin að vera sjúklega hrædd við töluna 11 í mörg ár.... mörg, mörg ár:) hún flýgur aldrei til útlanda 11. einhvers mánaðar, heldur ekki 4. júlí og ekki 7. apríl vegna þess að 4+7 eru 11, situr aldrei í sæti númer 11, tekur aldrei ákvarðanir 11. og 22. hvers mánaðar því það yrði óhappa ákvörðun, þessi listi er endalaus, ellefu og allar samlagningar þeirrar tölu eru óhappa á einhvern hátt - þess ber að geta að konan er endurskoðandi og á auðvelt með að leggja saman tölur og vinna með þær almennt... stundum er erfitt að ímynda sér að hún þori út úr húsi því hún er svo hjátrúafull:) eftir þessar árásir held ég að hún loki sig bara inni? verð að hringja í hana á morgun og athuga hvernig hún hefur það;) þó hún sé slæm getur verið að pabbi sé verri? hann og talan 23... kannski er talnafóbía alvöru sjúkdómur?:)

  þvílíkur vindur í dag! í dag skil ég tilganginn með asnalegu hvítu plastkaffilokunum:) einu sinni sat ég með Hannesinum á Café París eldsnemma um morgun, við vorum að hugsa upp einhver kúl slagorð á túristaboli... ég ítreka eldsnemma um morgun og við vorum frekar súr:) ég efast um að nokkurt þeirra verði notað en samt datt mér eitt þeirra í hug í dag þegar ég labbaði út með kaffibollann, út í rokið... "Icelandic Climate: Where Storms In Teacups Are A Possibility" ... sullaði yfir höndina á mér hálfum kaffibollanum... eða ég sullaði ekki, vindurinn gerði það:) kannski er þetta eitthvað karma? þetta með að vökva sjálfa mig daglega:)

  annað sem við vorum að pæla í vinnunni - verulega skemmtilegar samræður í vinnunni - ef nokkur pör væru send á tunglið til að setjast þar að, búa til samfélag, eignast krakka og þannig... allir eru hraustir og ekki með kvef þegar þau leggja af stað verður til kveflaust samfélag? hvaðan kemur kvefið? ef það er ekki fólk til að smita þig færðu þá aldrei aftur kvef? .... en nokkrum kynslóðum seinna? ef það kemur kvef drepast þá nýlendan? hugsanlega er kvef af hinu góða?:)

  hélt ég hefði ferðast alveg ágætlega mikið en ég hef bara farið til 17% Evrópu ... kannski er ég að klikka á því að heimsækja mismunandi staði innan sama landsins en ekki að ferðast til mismunandi landa? ... ég fer heldur ekki alltaf til mismunandi landa þegar ég fer út:)


  create your personalized map of europe
  or write about it on the open travel guide
  hmmm... þegar ég verð orðin stór förum við Drekinn bara um borð í Norrænu og reddum þessu:)

  ... í dag var gert við gluggann í stigaganginum:) rétt rúm ein og hálf vika ... sem betur fer hefur veðrið aðallega verið vont hinum megin í húsinu:)

  þegar tölvurnar klikka - þær enda allar á því að gera það - þá gæti þessi "leikur" minnkað pirringinn:) virtúal leið til að lemja tölvuna í klessu:) ... vantar mynd af laptop samt:)
  búin að raða öllum linkunum eftir stærð (datt ekkert betra í hug:)) og búin að fækka þeim um meira en helming þó ég hafi bætt nokkrum við líka:) hitti tvo vitleysinga uppí skóla í dag og fékk samþykki fyrir linkun á þá, hitti Grétu og Emil stuttu seinna og fékk samþykkir þeirra líka:) ... allir með blogg greinilega:) Gunnar og Debbý, hvenær ætlið þið að byrja?

  leiðinlegt veður, komin með leið á því:) í hvert einasta skipti sem ég steig út í dag kom skýfall og ég rennblotnaði... mamma kom í hádegismat og þegar ég fór út í búð kom skýfall, hún keyrði mig í skólann (ofdekruð, ég veit:)) þannig að ég lenti ekki í rigningu þá en þegar ég hljóp út í Bóksölu milli tíma kom rigning, á leiðinni í vinnuna, þegar ég stökk útí sjoppu, á leiðinni heim... ég gat farið úr blautu fötnum þegar ég kom heim áðan og þurfti ekki að vera í þeim á meðan ég þornaði - kannski var vatnskannan í gær fyrirboði fyrir daginn í dag?:)

  komst á 32 level í sprengja bílinn leiknum á meðan ég var í símanum ... og er búin að fá leið á honum:) núna verð ég að finna nýja síma-leik?... þessi lofar góðu?

  miðvikudagur, mars 10, 2004

  farin að surfa aftur... og ætla að leyfa fleirum að njóta vitleysunnar sem ég finn - hreint ótrúlegt hvað er á alnetinu! ég held að það sé hægt að finna hvað sem er hérna inni.... alveg sama hvað vitleysu ég set í leitarforritsgluggann þá koma heimasíður upp með linkum á aðrar... endalaust:)

  þessi síða er rosaleg en áður en þið farið að dissa mig fyrir að sýna ykkur svona (þó að það sé ykkur auðvitað í sjálfval sett hvort þið notið linkinn eða ekki) þá lifði hann af!!!! ... ótrúlegt en satt, hann er labbandi um einhvers staðar í Bandaríkjunum en það kemur ekki fram fyrr en alveg síðast á blaðsíðunni og sumir myndu líklega ekki lesa svo langt niður:)

  ok... þetta er spúkí!!! fyrst þá var svarið vitlaust og mér fannst það geðveikt fyndið að hún skyldi giska á rangt tákn, glampandi að einhver skuli hafa eytt miklum tíma í að hanna þetta bara til að gefa eitthvað svar ... þannig að ég prófaði aftur og aftur og aftur... og alltaf rétt!!!! þvílíkt merkilegt!!! en þið þurfið raunverulega að einbeita ykkur, ég gerði það ekki þegar ég prófaði fyrstu töluna.... spúkí er eina sem mér dettur í hug:) ... og geðveikt fyndið líka að sjálfsögðu:)

  ég fann hugsanalesarann þegar ég var að leita að myndum af geimnum (ég er að verða alheims-nörd ... errr ... as in ég er farin að hafa rosalegan áhuga á geimnum og öllu í honum - raunverulega ekki bara það sem ég sé í Star Trek:)) og fann þennan pírómaníak ... langaði bara til að deila síðunni hans með ykkur, hann er gaurinn lengst til hægri með yfirvaraskeggið... hann tekur það fram sko undir myndinni... en ég sé ekki betur en að hann standi þarna með þrem konum?:)

  ég er hugsanlega mögulega eitthvað rugluð? en ég hló geðveikt að þessu!!! ef þú ert á annað borð að gata geirvörturnar þínar áttu auðvitað að gata ALLAR er það ekki????:) ... og að hugsa sér, fólk gerir þetta ekki bara heldur eru myndir á netinu!!!

  þetta er ein leið til að vekja athygli á vanda heimilislausra... vonandi er ég ekki að móðga neinn? eru ekki allir búnir að sjá Idioterne annars? ... talandi um nekt ... þetta er verulega flott síða en engar myndir af strákum?

  heyrði brot af þessari frétt í útvarpinu í dag... þvílíkur auli:) ... hægt að finna ýmislegt á fréttavefum:)

  ok... fyrst þegar ég sá fór inná þessa síðu hélt ég að þetta væri fólk sem væri að mála ketti as in það væri að mála myndir af köttum eins og það eru til myndir af hundum að spila billjard og þannig en nei... hló mig máttlausa þegar ég fattaði að fólkið er í alvörunni að mála kettina:) þetta er einhver bók og bara nokkrar myndir, aðallega bréf frá fólki sem er ýmist sammála eða ósammála... skiptir ekki máli, þvílíkt fyndið:)


  gagnrýnin hugsun er það sem ég á að vera að læra í háskólanum... en hvort sem þetta er satt eða logið er mér sama, hundur eða áll? hvað heldur þú? þegar ég reyndi að tékka á þessu með að slá inn "dog eel" í Google kom tonn af kynlífssíðum og nokkrar ... sem ég skil ekki baun í, til að mynda þessi eitthvað powerpoint dæmi:) hérna er aftur á móti ágætis síða til að æfa þig í að greina hluti, eru þetta konur eða "shemale" ... gekk alveg þokkalega vel sjálfri, aðeins tvær vitleysur af sextán:) ... ef ég væri strákur væri ég í góðum málum:)

  það er löngu þekkt að nota konur til að auglýsa heimilistæki en þetta er nýtt... ég hef að minnsta kosti aldrei séð svona auglýsingu... sé í anda fjaðrafokið sem hún myndi valda ef hún væri tekin til sýningar á Íslandi:) - bendi á að það fylgja fullt af upplýsingum um tækin með ... það á sem sagt ekki að einblína á konurnar???

  idiot-tölvuleikjafíkillinn í mér hreifst af þessum leik, málið er að hrúga sprengjunum undir bílinn, á góðan stað, sprengja bílinn í tætlur og taka eins marga kolkrabba-rækjur með þér og þú getur:) hours of fun:)

  farin að sofa, búin að hugsa um rúmið mitt síðan ég fór á fætur í morgun og það er fáránlegt að hanga á netinu heilu næturnar með bakið í rúmið:)

  þriðjudagur, mars 09, 2004

  skil ekki hvað ég hef verið að gera en núna þarf alltaf að ýta á F11 til að fá alla síðuna mína upp... það er eins og hún sé bara hálf.... er þetta búið að vera svona lengi? hef ekki pælt í þessu fyrr en núna þegar ég var að tékka á því hve margir hefðu komið í heimsókn í dag:) athuga það frekar sjaldan nefnilega... nenni ekki að velta þessu full-screen dæmi fyrir mér í kvöld, á morgun kemur nýr dagur og allt það... fyrir utan að á morgun segir sá lati:) og þar sem það þykir fullsannað að ég sé löt ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þessu fyrr en á föstudaginn kannski? þá er ég að fara að mála:) komin með málningu og pensla og terpentínu og málningarteip núna þarf ég bara að byrja:)

  fór á Svarta kaffið sem gestur áðan með Birni... ég hef aldrei sullað neinu þegar ég hef verið að vinna en í kvöld tókst mér að velta um koll fullri vatnskönnu af barnum... allt útum allt:/ á borðið, yfir blokkina sem við skrifum pantanirnar á, niður á gólf í stóran poll, yfir skónna mína en aðallega framan á mig, bolinn og buxurnar ... labbaði út rennandi blaut og skömmustuleg:) rosalega fegin líka að ég hafi ekki verið að vinna... að fenginni reynslu veit ég að það er ömurlegt að vinna í blautum fötum:) þetta með að hafa aldrei sullað yfir sjálfa mig á Svarta kemur aðeins til að því að ég drekkti sjálfri mér reglulega þegar ég var að vinna í fiskbúðinni, reynsla er alltaf góð... ef fólk lærir af mistökunum sem ég geri... stundum:)

  núna er það piparmyntukex og Survivor... glampandi gott:)
  var að koma heim úr vinnunni... og fattaði skyndilega hvað ég er hryllilega vanaföst... veit ekki hvort það er gott eða slæmt? ég fer alltaf úr skónum, labba inn, klappa kettinum, gef honum harðfisk, geng inní eldhús, tékka á matnum hans og vatninu hvort það sé ekki nóg af báðu, sný við, opna tölvuna á borðinu, kveiki á henni og klæði mig úr jakkanum á meðan hún er að ræsa sig... nema núna virkaði on-takkinn ekki!!! endaði á því að ég gleymdi að fara úr jakkanum og var með húfuna á höfðinu allan tímann á meðan ég var að tékka öllum vírunum og innstungunum og batteríinu og drifinu etc. virkaði í fimmtu tilraun en ég fattaði ekki hvað ég var vel klædd fyrr en ég var búin að vera heima í svona kortér og var farið að vera ískyggilega heitt.... stundum held ég að það sé ekki í lagi með mig:)

  ég bjóst ekki við að verða svona vanaföst fyrr en ég væri orðin verulega fullorðin... kannski er ég bara utan við mig? það kemur fyrir að ég fatta ekki hluti sem eru yfirmáta eðlilegir - einu sinni pantaði ég tíma hjá lækni, hann spurði hvernig ég væri að vinna einn tiltekinn miðvikudag, ég var að vinna frá ellefu til sjö þannig að hann sagði mér að koma klukkan hálftíu... án þess að blikka fór ég í vinnuna klukkan ellefu um morguninn, kom heim um hálfátta, fór í sturtu, klæddi mig og var mætt á stofuna klukkan hálftíu um kvöldið... enginn við? hmmm, mér fannst þetta mjög skrítið, var búin að skrifa skírum stöfum 9:30 hjá mér en læknirinn ekki við... ég hringdi í hann, skildi eftir skilaboð í talhólfinu hans og fattaði ekki fyrr en daginn eftir að ég hafði auðvitað átt að mæta klukkan hálftíu um morguninn og var 12 klukkutímum of sein:) læknirinn hló að mér:)

  síðasta sumar fékk ég sms frá ókunnugu númeri, boð í afmæli og stelpan sem var að bjóða mér kvittaði undir.... málið er að ég þekki að minnsta kosti tvær stelpur með sama nafni (var ekki með símanúmerið hjá neinni þeirra í minninu í símanum mínum) og þar sem bróðir minn hafði minnst á eina stelpuna með þessu nafni fyrr um daginn, að hún hafi reynt að hringja í hann en hann hafi ekki heyrt í símanum, dró ég þá ályktun að hún væri að bjóða mér í afmælið sitt... tveim mánuðum of seint en ég hef verið seinni þannig að mér fannst þetta ekkert furðulegt:) ég sendi skilaboð á móti að ég myndi auðvitað mæta og eyddi skilaboðunum hennar og símanúmerinu... fór og keypti afmælisgjöf og smá pakka handa nokkurra mánaða gamalli dóttur hennar í tilefni dagsins en þegar ég hringdi í bróður minn til að athuga hvort við ættum að vera samferða hafði bíllinn hennar bilað og hún hringdi bara í hann til því hana vantaði einhvern til að redda sér... upphófst æðisgengin leit að afmælisbarninu á síðustu stundu:) þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að hringja í fólk og veiða uppúr því hvort það eigi afmæli eða ekki - fyrir utan hvað það er asnalegt að hringja án þess að hafa nokkuð erindi annað en að vilja heyra í viðkomandi:) eftir þetta eyði ég aldrei skilaboðum sem koma frá ókunnugum númerum nema ég hafi fullvissað mig um frá hverjum það er:)... sérstaklega ef einhver er að bjóða mér í afmæli:)

  voru þetta ekki skemmtilegar sögur?:)

  mánudagur, mars 08, 2004

  auðvitað gerði ég innsláttarvillu þarna áðan enda var ég að flýta mér mjög mikið... átti að hafa verið tilbúin löngu áður en ég varð tilbúin, þetta er eitthvað karma en undanfarið er ég hætt að hafa áhyggjur af þessu:) bæti mínúturnar alltaf upp á einhvern hátt, ég mætti til að mynda hálftíma of snemma í vinnunna í kvöld:)... hlýtur að koma að koma út á sléttu og í næsta lífi verð ég alltaf á mínútunni, hvorki of snemma né of sein??:) ... annað hvort það eða ég verð kakkalakki sem verður fínt ef það kemur til kjarnorkustyrjaldar:)

  jamms.. innsláttarvillan, ég ætlaði að skrifa Roseanne Barr ekki Rosean Barr... en þegar ég tékkaði á því er þessi innsláttarvilla ekki einsdæmi í heiminum samanber þessa síðu (fjórða komment að ofan... næ ekki að linka nær því en þetta:)) ... hérna er fólk eitthvað að ræða brjóstið á Janet Jackson... ætla ekki að ræða það hérna samt... frekar sammála þessu kommenti sjálf - kannski er ég búin að finna mér sálufélaga? sama skoðun, sama innsláttarvilla?:)

  og til að gleðja fólk eru hérna linkar á ýmislegt....

  þetta er ógeðslegt!!!! ... það er mynd en ég sé hreinlega ekki puttann sem á að vera í salatinu... þó að það sé einhver ferhyrningur á myndinni efa ég stórlega að þetta sé raunveruleg mynd af salatinu þar sem í fréttinni kemur fram að konan hafi verið næstum búin með salatið þegar hún fékk puttann uppí sig... og hélt að þetta væri eitthvað sem átti að vera í því... geri ráð fyrir að hún hafi reynt að tyggja munnbitann sinn... jamms... þetta verður bara ógeðslegra og ógeðslegra:/

  svo er það málið með konur í löggunni... þær eiga fullan rétt á sér og stelpur sem ég þekki í löggunni eru margar meiri töffarar en strákar sem vinna sama starf en vá....... þetta hlýtur að vera rosalega erfitt!!! að vera lögga og fara í kynskiptiaðgerð, láta breyta sér í konu og vera ekki einu sinni sérlega .... myndarleg??;)

  heitir það ekki að vera metrosexual? þegar menn nota rakakrem og þannig? þessi síða er fyrir alla stráka sem vilja verða meira Beckham-eitthvað:)... og hérna getið þið athugað hvernig þið "standið" samanborið við aðra (bandaríska?) menn:)


  og svo að þið haldið ekki að ég sé algert airhead og leiti bara að vitleysu á netinu þá er hérna linkur á eina síðu sem ég leitaði viljandi að til að sjá hversu lítil við erum raunverulega miðað við ALLLT:) við vorum að tala um þetta í vinnunni um daginn... samstarfsfélagi minn er rosalega klár og við vorum að tala um alheiminn... eins og hann leggur sig:) ekki slæmt umræðuefni á föstudagskvöldi:) hvort að maður myndi sjá sjálfan sig ef maður væri í geimskipi á ljóshraða og snéri sér hratt við... ? fyrsta lagi gætirðu ekki snúið þér hratt við ef þú værir á ljóshraða því þú yrðir óendanlega þungur.... hverfandi líkur á því að þú værir ennþá til á ljóshraða sem sagt:) ef þið hafið einhvern áhuga á svona þá lærði ég margt á því að surfa hérna:)

  núna ætla ég að fara að sofa:)

  sunnudagur, mars 07, 2004

  alls ekkert gott veður í dag... nenni ekki fyrir mitt litla út... fór á árshátíð hjá bókmenntafræðinemum á föstudaginn og skemmti mér alveg konunglega:) ballið var í Þjóðleikhúskjallaranum og þegar þeir kveiktu ljósin (tónlistin enn í gangi og allt á full swing....) fórum við á Grand Rokk þar sem mér var tjáð að nýja klippingin mín væri alveg eins og Prins Valíant... and I was going for the cool, sexy chick look.... búin að blása og nota kemísk efni og vesen en það er auðvitað alltaf gott að líkjast einhverjum frægum er það ekki?:) svo lengi sem sú fræga persóna er ekki Rosean Barr:)

  verð að fara að skoða sófa núna.... don't ask....

  fimmtudagur, mars 04, 2004

  finn hvergi þess síðu sem ég var á í gær með teiknimyndinni... historíið er ekki nægilega nákvæmt ... eða ég leitaði ekki nægilega vandlega? neeee, ábyggilega tölvan sem er að klikka:)

  var að koma heim úr vinnunni.... leiðinda viðskiptavinir í kvöld:( merkilegt hvernig heilu hóparnir ákveða að skríða undan steinunum sínum og rölta til byggða sama kvöldið og fara allir á sama staðinn.... ætla ekki að hafa þetta langt í kvöld því ég verð að vakna snemma á morgun og taka til!!! jibbííííí!!!! er að fá heimsókn frá tryggingarfélaginu mínu á föstudaginn, tékka á niðurföllum og pípulögnum og raflögnum og þannig svo ég komist í Stofn - allt í einu finnst mér ég vera að verða rosalega fullorðin eitthvað:) ef ég er í Stofni og er tjónlaus áfram, 7-9-13, þá fæ ég endurgreiðslu á næsta febráur og miðað við hvað ég borga mikið í tryggingar á ári ætti ég að fá nægilega mikið endurgreitt til að komast til útlanda!!!.... halda áfram að hugsa svona annars nenni ég aldrei að rífa mig á fætur og gera eitthvað hérna inni til að "virka" að minnsta kosti frambærileg og fullorðin þegar gaurinn með klippbordið kemur að skoða:)... ætti kannski að fela alla sjálflýsandi froskana mína?

  miðvikudagur, mars 03, 2004

  ég hreinlega veit það ekki krakkar mínir.... eru þetta syngjandi og fljúgandi mannar? ... eða er ég að misskilja japönskuna???

  ... og ein mynd til skemmtunar:)

  þriðjudagur, mars 02, 2004

  ... þessi lokasprettur gekk ekkert alltof vel... tölvan ekki alveg að höndla netið, krassaði og eipaði og vesen ... vonandi næ ég samt? ... ætla ekkert að gefa netinu lengri pásu, tölvan krassaði þegar ég var á netinu en eftir að ég hætti að logga mig reglulega inn er hún orðin verri!! Það er eins og hún verði virkari við að rembast soldið við síðurnar alveg eins og heilasellurnar í okkur verða virkari því meira sem við notum þær:)

  margt að gerast... eitt af þessum "krasshhh" - "HELVÍTIS!!!"/"for fucks sake!!!" um daginn var ekki eldhúsdót heldur glugginn í stigaganginum:/ þau misstu rúmið sagði gaurinn þegar hann bankaði hjá mér í gærmorgun og bað um nafnið á tryggingarfélaginu mínu????? ok... ef ég hefði brotið glugga í sameiginlegum stigagangi hefði ég labbað á fólkið til að biðjast afsökunar eftir að hafa reddað viðgerðarmanni sem ég myndi borga úr eigin vasa - þegar ég bjallaði í tryggingarfélagið mitt í morgun til að tékka á því hvernig svona gengi fyrir sig var tjónagaurinn alveg sammála mér ... sagði svo að hinar íbúðirnar voru ekki tryggðast hjá þeim og meirihluti ræður í svona tilfellum, tryggingarfyrirtækið sem er með flestar íbúðirnar í húsinu borgar víst skaða í sameignum, alltaf gott að vita það ef eitthvað skyldi fjúka inn í þessu viðbjóðslega veðri sem geisar núna:(

  fyrir utan að ætla sér ekki að borga gluggann gerðu þau ekkert í þessu... glerbrot í garðinum og tveir krakkar innan við tíu ára í kjallaranum... þau settu að vísu smá límband til að halda stærstu glerbrotunum í gluggakarminum en ekkert til að loka gatinu??? setti pappa sjálf í gatið í gær til bráðabirgða og var að setja þykkara karton yfir það núna áðan útaf veðrinu, sem betur fer er þessi hlið hússins undan vindi:)

  heilsaði líka upp á gaurana sem voru að flytja inn:) fannst ég vera ósegjanlega hugrökk að banka uppá og kynna mig - ég er ekki beint þessi geðveikt kammó týpa nefnilega:) af einhverjum ástæðum segi ég alltaf einhverja geðveika vitleysu þegar ég verð óörugg, það er stundum eins og ég sé ekki í sambandi við heilann á mér þegar ég er að tala við fólk, missi uppúr mér eitthvað rugl, klára setningu sem ég byrjaði ekki upphátt og þannig:) nýju íbúarnir eru feðgar, pabbi stráksins sem á íbúðina og litli gróðir hans sem bjó hérna þegar ég flutti inn, held ég? kannast að minnsta kosti aðeins við hann... en þá var ég auðvitað ekki þessi hugrakka, heilsteypta og glampandi frábæra týpa sem ég er í dag og bankaði ekki uppá hjá einum eða neinum... hjálpaði að sjálfsögðu ekki að ég eyddi öllu fyrsta sumrinu í að vinna myrkranna á milli - og já, það er mikil vinna þegar sólin sest aldrei þannig að það má eiginlega segja að ég hafi unnið frá apríl fram í september með stuttum svefnpásum inná milli;)

  núna er ég að hugsa um að hita mér te eða eitthvað og leggjast upp í sófa með The Assistant... verð að lesa hana fyrir skólann, ekki bók sem ég myndi velja mér sjálf þó að ég sé oft hrifin af Gyðingabókmenntum - höfundurinn Bernard Malamud er frekar þunglyndislegur víst, hann þekkti Philip Roth í 25 ár en sagði bara tvo brandara á þeim tíma... alger stuðbolti greinilega!! allar persónurnar í þessari bók eru þreyttar og gamlar og skítugar og vonlausar og kaldar og svangar og þunglyndar og ekki á leiðinni neitt nema í gröfina... með viðkomu í fangelsi sýnist mér??? kemur í ljós:)