hef farið að sofa fyrir miðnætti tvö kvöld í röð:) og það á barasta alveg ágætlega við mig ... kannski er ég ekki eins mikil B manneskja og ég hélt? jú ég er það ábyggilega því ég er ekki að vakna neitt sérlega snemma og ég held að ég hafi kannski þurft á meiri svefni að halda en ég hef leyft mér að fá undanfarið, til dæmis á föstudaginn var ég vöknuð um sjö til að vesenast allan daginn og fór ekki að sofa fyrr en ... um miðja nótt:) í lok síðustu viku var ég sem sagt orðin of þreytt til að virka almennilega en núna er ég alveg tilbúin til að takast á við nýja viku, en ég ætla ekki að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa í vikunni vegna þess að ég veit af fenginni reynslu að ég svík alltaf þannig loforð:) ... betra er ólofað en illa efnt og allt það;)
Þreif bílinn hennar mömmu á föstudagsmorguninn og leið eins og hálfvita þegar allir nágrannarnir voru að taka aukahring til að horfa á stelpuna sápa bílinn í snjókomu - ég fékk samt ekki drep í hendurnar við vegna kuldans eins og ég bjóst:) ætlaði að þrífa bílinn alla síðustu viku í góða veðrinu en vegna alls konar uppákoma endaði ég á því að gera það á seinustu stundu... á seinustu stundu vegna þess að þegar vél lendir 13:10 mun hún lenda tíu mínútur yfir eitt en ekki tíu mínútur yfir þrjú - einhvern daginn ætla ég að læra á klukku:)
Ég er að verða stór vegna þess að ég er komin með ársplan:) ekki fimmára plan eins og nokkrir sem ég þekki, en eitt ár frammí tímann er alveg rosalega fínn árangur finnst mér:) að minnsta kosti hjá byrjanda:) núna er ég ekki bara að pæla í því sem ég er að fara að gera í kvöld eða mesta lagi á morgun:) núna get ég farið að skipuleggja heimsreisuna mína líka:)
Það má ekki henda fólki úr leigubíl á ferð og Skólavörðuholtið er ekki óvirk eldstöð, allt hraunið hérna er aðflutt - held að þetta holt hafi ekki verið virkt jarðhitasvæði síðan fyrir ísöld:) á föstudaginn var ég þreytt og fannst ég rosalega fyndin eftir nokkra:) hefndist fyrir á laugardaginn þegar konan í Máli og menningu snappaði á mig, "viltu ekki bara gera þetta sjálf!!" - "nei, nei, þetta er fínt ef þú vandar þig svolítið" og ég gleymdi kaffinu mínu í Blómaval, kaffi er gott veganesti í langferð, daginn eftir, en það komst ekki með mér út fyrir bæjarmörkin...
Golsótt kind sem á lamb í mars og er búið að girða af er ekki veik heldur brún í framan - það er búið að girða hana af svo aðrar kindur stígi ekki á lambið - nægilega slæmt víst að mamman (sem ég veit ekki hvað heitir) stígi á lambið sitt sjálf ... hef aldrei borið mikla virðingu fyrir kindum síðan ég var neydd, einu sinni, til að fara í réttir með leikskólanum. Þann dag kom ég grátandi heim eftir að hafa verið að kafna úr fýlu og staðið í augnhæð við blautar kindur sem pissuðu og kúkuðu á mig í grenjandi rigningu heilan dag og fékk mömmu til að lofa að senda mig þangað aldrei aftur, hef aldrei farið í réttir síðan ... kannski vegna þess að botnlanginn var fjarlægður úr mér sumarið sem ég varð sex ára (og þar með miðstöð ónæmiskerfis míns fram að fermingaraldri samkvæmt nýjustu rannsóknum) og fyrsta mánuðinn í skólanum, að minnsta kosti, var ég alltaf veik af einhverju sem var að ganga og hef misst af öllum frekari réttarferðum ... en ég kýs að þakka mömmu fyrir að hafa hlíft mér við því að umgangast kindur, mamma verandi einstaklega góð manneskja:) ... á laugardaginn sá ég eina sem var að kúka, bakkaði á aðra og hélt áfram að kúka á bakið á henni - þetta er pempían í mér engan vegin að höndla! Pempíuskapur minn kom samferðastelpum mínum mikið á óvart, "vannst þú ekki í fiskbúð í allan þennan tíma! hvernig geturðu verið svona mikil pempía??!!" - þeir sem þekktu mig þegar ég byrjaði í fiskbúðinni geta staðfesta að það var veðmál í gangi um hversu lengi ég myndi endast, daginn? vikuna? og ég viðurkenni að ég var að vonast eftir því að fá vinnuna á hjólaverkstæðinu en ekki innan um blóð og slím og lík af fiskum með innyfli sem varð að skera úr og augu sem fylgdust með mér hvar sem ég var í vinnslusalnum eins og einhver krípi mynd af Winston Churchill sem er hægt að kaupa í Tiger ... - sem minnir mig á það: hver hélt utan um sjóðinn? ég vann ykkur öll!!!:) en ég viðurkenni fúslega að ég er pempía að sumu leyti, pempía sem fílar Söndru Bullock og hefur horft of oft á Sleepless in Seattle og Pretty Woman til að hollt geti talist en skítur sem er ekki svona "lífrænn" truflar mig ekki neitt sérlega mikið, hef til að mynda ekkert á móti því að verða skítug af bíladrullu og ég get unnið garðavinnu - ef það eru ekki pöddur sem hreyfa sig hratt í téðum garði:)
Afmælisveislan var í Félagsheimilinu Skildi hjá Stykkishólmi, kona sem spilaði einstaklega vel á harmónikku sá um tónlistina og tók við óskalögum þannig að við þjóðfræðinemarnir tókum nokkra þjóðdansa fyrir gestina - eins og fólk gerir í afmælisveislum með harmonikkutónlist:) þetta var rosalega skemmtileg veisla og við hlógum svo mikið að við vorum farnar að vekja lukku löngu áður en við fórum að dansa:) núna langar mig svolítið að fara á réttarball (mér var sagt að allir sætu strákarnir komi þangað en komust ekki í veisluna vegna annarra skuldbindinga) en ég ætla ekki að láta sjá mig fyrr en allar kindurnar eru farnar heim að sofa ... talandi um kindur, ég held að Silence of the Lambs hefði ekki virkað ef hún héti Silence of the Sheep, þó að það stuðli, lömbin eru saklaus af því að kúka á bakið á öðrum því þau eru ekki nægilega há í loftinu, öll dýr eru með asnalegar lappir þegar þau fæðast (kindur eru með ansalegar labbir líka...), mér er ekki sérlega illa við lömb ... þau hafa heldur ekki fullkomnað þetta starandi augnaráð sem einkennir hinar fullorðnu kindur, þær minna mig á stóra, loðna, bláeygða ránfugla ... en ullin er samt nauðsynleg býst ég við ... endilega skrollið niður
ætla að halda áfram að vinna verkefnamöppuna mína ... eða lesa The Human Stain eftir Philip Roth, er alveg að fíla þessa bók, vel skrifuð og fullt af orðum (ég er mikið fyrir "orð" í bókum ... duhhh ... erfitt að útskýra það, The Street of Crocodiles og And The Ass Saw the Angel eru til að mynda bækur sem ég fíla útaf orðunum:)) svo eru líka svo skemmtilegar pælingar í þessari bók "I know that every mistake that a man can make usually has a sexual accelerator"
góðar stundir
mánudagur, mars 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli