miðvikudagur, mars 17, 2004

ég labbaði framhjá Tjörninni í dag og það var par að stíga út úr bílnum sínum til að gefa öndunum brauð, glampandi rómantískt allt saman:) þau voru með sitthvor pokann af nýju brauði, sem er mjög sniðugt vegna þess að ef brauðið er myglað gæti það að sjálfsögðu skemmt rómantíska fílinginn... endurnar voru glorhungraðar greinilega því þær þyrptust að bakkanum og ábyggilega 15 svanir komu fljúgandi frá hinum enda Tjarnarinnar, Iðnó-megin, lentu og byrjuðu að háma í sig ... stelpan var viðeigandi ánægð með fyrirhöfn þeirra, flissaði og skríkti og hékk í olnboga kærastans ... en svanirnir yfirgnæfðu hana - þvílíkur hávaði! fór að pæla, svanir eru soldið eins og danskir strákar, afskaplega myndarlegir, tignarlegir, stórir, vöðvastæltir, gaman að horfa á þá, hugsar: gaman að taka einn svona heim með sér en svo opnar hann munninn og allur áhugi hverfur eins og dögg fyrir sólu ....

Engin ummæli: