þriðjudagur, mars 02, 2004

... þessi lokasprettur gekk ekkert alltof vel... tölvan ekki alveg að höndla netið, krassaði og eipaði og vesen ... vonandi næ ég samt? ... ætla ekkert að gefa netinu lengri pásu, tölvan krassaði þegar ég var á netinu en eftir að ég hætti að logga mig reglulega inn er hún orðin verri!! Það er eins og hún verði virkari við að rembast soldið við síðurnar alveg eins og heilasellurnar í okkur verða virkari því meira sem við notum þær:)

margt að gerast... eitt af þessum "krasshhh" - "HELVÍTIS!!!"/"for fucks sake!!!" um daginn var ekki eldhúsdót heldur glugginn í stigaganginum:/ þau misstu rúmið sagði gaurinn þegar hann bankaði hjá mér í gærmorgun og bað um nafnið á tryggingarfélaginu mínu????? ok... ef ég hefði brotið glugga í sameiginlegum stigagangi hefði ég labbað á fólkið til að biðjast afsökunar eftir að hafa reddað viðgerðarmanni sem ég myndi borga úr eigin vasa - þegar ég bjallaði í tryggingarfélagið mitt í morgun til að tékka á því hvernig svona gengi fyrir sig var tjónagaurinn alveg sammála mér ... sagði svo að hinar íbúðirnar voru ekki tryggðast hjá þeim og meirihluti ræður í svona tilfellum, tryggingarfyrirtækið sem er með flestar íbúðirnar í húsinu borgar víst skaða í sameignum, alltaf gott að vita það ef eitthvað skyldi fjúka inn í þessu viðbjóðslega veðri sem geisar núna:(

fyrir utan að ætla sér ekki að borga gluggann gerðu þau ekkert í þessu... glerbrot í garðinum og tveir krakkar innan við tíu ára í kjallaranum... þau settu að vísu smá límband til að halda stærstu glerbrotunum í gluggakarminum en ekkert til að loka gatinu??? setti pappa sjálf í gatið í gær til bráðabirgða og var að setja þykkara karton yfir það núna áðan útaf veðrinu, sem betur fer er þessi hlið hússins undan vindi:)

heilsaði líka upp á gaurana sem voru að flytja inn:) fannst ég vera ósegjanlega hugrökk að banka uppá og kynna mig - ég er ekki beint þessi geðveikt kammó týpa nefnilega:) af einhverjum ástæðum segi ég alltaf einhverja geðveika vitleysu þegar ég verð óörugg, það er stundum eins og ég sé ekki í sambandi við heilann á mér þegar ég er að tala við fólk, missi uppúr mér eitthvað rugl, klára setningu sem ég byrjaði ekki upphátt og þannig:) nýju íbúarnir eru feðgar, pabbi stráksins sem á íbúðina og litli gróðir hans sem bjó hérna þegar ég flutti inn, held ég? kannast að minnsta kosti aðeins við hann... en þá var ég auðvitað ekki þessi hugrakka, heilsteypta og glampandi frábæra týpa sem ég er í dag og bankaði ekki uppá hjá einum eða neinum... hjálpaði að sjálfsögðu ekki að ég eyddi öllu fyrsta sumrinu í að vinna myrkranna á milli - og já, það er mikil vinna þegar sólin sest aldrei þannig að það má eiginlega segja að ég hafi unnið frá apríl fram í september með stuttum svefnpásum inná milli;)

núna er ég að hugsa um að hita mér te eða eitthvað og leggjast upp í sófa með The Assistant... verð að lesa hana fyrir skólann, ekki bók sem ég myndi velja mér sjálf þó að ég sé oft hrifin af Gyðingabókmenntum - höfundurinn Bernard Malamud er frekar þunglyndislegur víst, hann þekkti Philip Roth í 25 ár en sagði bara tvo brandara á þeim tíma... alger stuðbolti greinilega!! allar persónurnar í þessari bók eru þreyttar og gamlar og skítugar og vonlausar og kaldar og svangar og þunglyndar og ekki á leiðinni neitt nema í gröfina... með viðkomu í fangelsi sýnist mér??? kemur í ljós:)

Engin ummæli: