Fór í mjög skemmtilega útskriftarveislu í gær, takk kærlega fyrir mig Edda, Bryndís og Júlla;) dansinn var frábær hugmynd:) og hlaðborðið ykkar glampandi gott!!!
málhreinsunarátak í gangi hjá mér, ég ætla að sleppa því að segja að allt sé "snilld" og í staðinn fyrir "brillíant" þá verður allt glampandi:) ... ég ofnota ósjaldan orð sem mér líkar þannig að ég býst fastlega við því að ALLT verði glampandi hitt og þetta núna... sama merking og hljómar frekar vel að hlutir séu glampandi góðir er það ekki?
lokaspretturinn í heimaprófinu... gerði þau mistök áðan að fara á netið til að tékka á svolitlu... er ennþá á netinu;) ... og núna langar mig til að fara í göngutúr, veðrið er svo gott og ég er algerlega að klikkast á fólkinu á hæðinni fyrir neðan... þau eru að flytja út í dag sem er flott því þau eru einstaklega "merkilegir" nágrannar, býst ekki við að ég eigi eftir að sakna þeirra;) en afhverju þurfa þau endilega að flytja út í dag?... og flytja svona "klaufalega"? voru greinilega að pakka eldhúsinu saman áðan og ég taldi þrjú "krasshhh" - "HELVÍTIS!!!"/"for fucks sake!!!" hún er íslensk hann er enskur....
ætla aðeins út að labba, fá blóðið til að flæða annað en upp í höfuðið og fram í fingurgómana, verð miklu hressari á eftir... eða þreyttari?
sunnudagur, febrúar 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli