Góðan og blessaðan:)
ég nenni ekki að pæla í þessari færslu sem fór í klessu þarna um daginn og það gekk ekki að breyta stillingunum og re-publisha... býst við að ég verði að breyta henni manúalt og ég nenni því ekki....
annars er ég að fara í vinnuna eftir nokkrar mínútur... þessa vikuna er ég að vinna í FATABÚÐ!!!! rétta um hendur sem hefði aldrei dottið í hug að ég færi að gera svoleiðis!!! þetta er samt engan vegin til langframa, bara þessa vikuna og svo ekki meira, það kom bara upp svona smá problem þannig að við mamma erum að redda því verandi snillingar og vesen... mamma mín er heldur ekki fatabúðatýpan.... samt hún er meiri pæja og passar betur inn:) mesta snilldin er samt að bróðir minn kemur alltaf í hádeginu með súpu í brauði handa mér vegna þess að kaffihúsið og fatabúðin eru næstum hlið við hlið:) á þriðjudaginn fékk ég sjávaréttasúpu og hvítvínsglas:) frábært:)
ég var að enda við að tala við Eddu og hún sagði bless við mig þannig að ég gæti notað tímann fyrir vinnu til að blogga í staðinn fyrir að tala við hana vegna þess að hana vantar efni til að lesa.... hmmm .... hún var líka að blogga sjálf í gær (talandi um að sjá flísina í augum nágrannans en ekki borðfótinn í sínu - Edda, hversu reglulega bloggar þú???:)hehehehe) og er búin að setja mynd af okkur Þjóðbrókum inná síðuna sína:) þarna er meira að segja mynd af mér síðan við héldum grímuball, Helga í Grease gallanum, Pálína er Mexikaninn og ég fór sem "Þjóðhátíð í Eyjum" með landaflöskuna bundna um hálsinn, pollabuxum með "stuðhatt":) rosalega skemmtilegt grímuball:)... svo seinna á síðunni er hún að bera mig saman við Rúpert:)!!!.... ég sé ekki alveg svipinn sjálf en mér leiðist ekki samlíkingin:) Rúpert er örugglega sá skemmtilegasti Survivor sem nokkru sinni hefur tekið þátt í leiknum:)... hann og Rudy:
Susan: I drank the water
Jeff: Rudy, ex-Navy Seal, is it a good idea to drink the water without boiling it?
Rudy: Yes
Jeff: is it a good idea because she's on the other tribe?
Rudy: Yes
fíla þennan mann í ræmur:) vonandi kemst hann og Rupert sem allra, allra lengst í þessari seríu:) ... það sem mér finnst leiðinlegast er að ég er alltaf að vinna á mánudagskvöldum og ég sakna þess að hafa einhvern til að horfa á þættina með... síðasta sería var góð en hefði verið miklu betri ef ég hefði verið í miðnæturklúbbi á þriðjudagskvöldum;) annars byrja þættirnir núna alltaf klukkan níu á mánudögum en ekki klukkan átta og ég er einmitt búin klukkan níu þannig að ég missi bara af fyrstu mínútunum eftir því hversu fljót ég er að koma mér heim... og bíða eftir að sjónvarpið "hitni" eða hvað sem það er að gera á meðan ég sé bara snjó nema ef ég held stillingar takkanum inni ... en þá heyri ég ekki neitt:/ sumir myndu segja mér að það sé kominn tími á nýtt sjónvarp... nei, mig langar í ferðageislaspilara!:) og rafrænan mjólkurpísk til að geta búið til gott latte eða kapútsjínó hérna heima hjá mér... og svo er eitthvað annað sem ég var búin að sjá að mig langaði frekar í en nýtt sjónvarp en ég man ekki hvað það er núna... auk þess virkar sjónvarpið alveg fínt þegar það er komið í gang... fyrir utan það að off-takkinn er dauður og ég verð alltaf að taka það úr sambandi við vegginn:) en það er auðvitað bara skynsamlegt þegar litið er til að flestir heimiliseldsvoðar eru vegna þess að það kviknar í sjónvörpum ... og þvottavélum... búin með helminginn þar.... ætli líkurnar á að það kvikni í sjónvarpinu þínu minnki ef það hefur nú þegar kviknað í þvottavélinni þinni?
núna verð ég að fara að selja föt.... kræst!! þetta á svo innilega ekki við mig:)
"hvernig fer þetta mér að aftan?"
"ehhhh.... við hverju eru að búast? þú ert með risastóran rass....."
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli