mánudagur, október 12, 2009

Þá er kominn október. Kannski er ein færsla í mánuði það sem koma skal, það er þó væntanlega betra en engin og bloggið lifir :)

Haustið virðist oft vera tími breytinga hjá mér og í ár er ég að breyta eldhúsinu ... setti upp hillur í elhúsinu með aðstoð góðs fólks og úr því að þær voru komnar upp varð ég að setja eitthvað á þær og eins og allir vita þá er algerlega nauðsynlegt að endurraða öllum eldhússkápunum, skúffunum og hillunum þegar eitthvað eitt breytist ;)

mér hefur tekist listivel að nota alla frídagana mína undanfarið í eitthvað annað en að ákveða hvernig ég vilji hafa eldhúsið þannig að þetta miðast illa áfram :) ég fer að klára, bráðum, enda fer að koma tími á piparkökur og smákökur ... ég stefni auðvitað á jólabakstur í ár sem endranær hvort af verði veit ég samt ekki ;)

það sem er helst í fréttum er þó auðvitað að ég sé fullkomlega :)

ég fór í leyseraðgerð fyrir að verða þrem vikum og hún heppnaðist "betur en hægt er að vona" að sögn læknisins og ég sé bókstaflega ALLT :) ég sé bílnúmer á bílum sem ég mæti, ég get lesið skilti í fjarlægð og lesið fyrir svefninn án þess að þurfa að leita að gleraugunum í rúminu morguninn eftir því ég sofnaði með þau (og finna þau krambúleruð upp við vegginn - titaníumumgjarðir margborguðu sig) svo er ég alltaf reglulega að muna að ég þarf ekki að setja í mig linsurnar eða taka þær úr mér og alltaf fæ ég risavaxið sólheimaglott á andlitið - það er helsta aukaverkunin, harðsperrur í kinnarnar ;)

lifið heil og sjáumst bráðum :)