miðvikudagur, desember 15, 2004

Sælt veri fólkið:)

ég veit þið haldið að ég hef verið að drukkna í verkefnum og skólavinnu undanfarið og hef þar af leiðandi ekki verið að blogga en það er ýmislegt annað að gerast í lífi mínu líka. Eitt hið merkilegasta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og ég er bæði himinlifandi og ósegjanlega hrædd um að ég sé að gera einhverja vitleysu... allt í lagi að vera bæði hrædd og hamingjusöm, það rímar meira að segja næstum því ... gæti verið úr popplagi:)
Málið er nefnilega að ég ætla að gifta mig á Jóladag!! laugardag eftir viku:) fyrst verður bara lítil athöfn með nánum vinum og fjölskyldunni en svo eftir allt mega allir koma í risastóra veislu:) ég vil ekki neina pakka því ég á allt í búið og á nóg af bókum og það sem ég á ekki í búið vil ég ekki ... nema kannski George Foreman grillið, en ef þið komið með pening í brúðkaupsgjöf get ég keypt mér svoleiðis:) þannig að peningur og nærvera ykkar er eina sem mig langar í á brúðkaupsdaginn ... og er einhver getur látið sjá sig fyrir athöfnina með eitt stykki mann sem vill giftast mér yrði ég rosalega þakklát:)

Góðar stundir