föstudagur, júní 22, 2007

Komst að því um daginn að ein af rakspíralyktunum sem ég hef alltaf fílað er ekki lyktin af rakspíra heldur lyktin vínylpúss með hvítum tappa ... mér dettur svo margt sniðugt hug á daginn til að blogga um en núna er ég gersamlega tóm;)

blogga eftir helgi, farið vel með ykkur:)

góðar stundir

mánudagur, júní 18, 2007

Jæja, gleðilega þjóðhátíð og gleðilegt sumar:)

nýja vinnan er ennþá jafnskemmtileg og hún var í síðustu viku og verður líklega bara skemmtilegri þegar ég verð búin að læra á fleiri staði ... ekki neitt ofsalega skemmtilegt að vera alltaf að leita að eldhúsum í nýjum og nýjum fyrirtækum og leikskólum og leita að vörunum okkar í mismunandi búðum en mikið ofsalega er gaman að keyra svona stóran bíl:)

ég vona að þetta veður haldist framyfir helgi svo við fáum gott veður þegar við förum Fimmvörðuhálsinn á föstudaginn:) tíminn hefur liðið svo hratt undanfarið að ég hef ekkert spáð í þessa ferð fyrr en bara núna áðan;)

hver er að fara á Chris Cornell í haust? ætlar einhver í röðina sem væri til í að kaupa miða fyrir mig líka?? gallinn við að vera nýbyrjuð á nýjum stað þá kann ég ekki við að fá frí til að standa í röð eftir miðum á tónleika ... ég kunni illa við það eftir að hafa unnið í þrjú ár á sama stað ;)

... annars man ég ekkert hvað það var sem ég ætlaði að blogga um þannig að lifið heil þangað til næst og farið vel með ykkur;)

sunnudagur, júní 10, 2007

Það er að sjálfsögðu ekkert leyndarmál hvar ég er farin að vinna! Klaufalegt af mér að vera ekki búin að upplýsa það hérna en það er ekkert nýtt kannski? að vera frekar klaufaleg? :)

ég réð mig sem bílstjóra hjá Þykkvabæjar kartöflum frammá haust:) kemur í ljós hvað ég geri í haust en það er auðveldara að ná áttum, held ég, og sjá hvert ég vil fara þegar ég er ekki neðanjarðar;)

núna þarf ég að fara að sofa þannig að ég kveð ykkur með laginu sem ég hef verið með á heilanum undanfarna daga:)

Já, kartöflur úr Þykkvabænum þykja kjarnafæða.
Þær eru einnig ljúffengar og lystugar að snæða.
Hitaðar í ofni eða steiktar litla stund,
stráin bæði og skífurnar létta þína lund.
Þær spara tíma og fyrirhöfn og flestum þykja góðar,
franskar bæði og parísar á borðum heillar þjóðar.
Já kartöflur úr þykkvabæ
franskar
parísar
strá
og
skífur
Eru frábær fæða!
Ding!


Lifið heil

fimmtudagur, júní 07, 2007

Þá er fyrsti dagurinn búinn og mér fannst þetta ofsalega skemmtilegt:) bjóst svo sem ekki við neinu öðru því ég hafði svo góða tilfinningu fyrir starfinu, framkvæmdastjórinn alnafni langaafa míns og tók það svo ekki í mál að ég byrjaði á mánudegi, það byrjar enginn hjá fyrirtækinu á mánudegi:) hinir starfsmennirnir eru skemmtilegir og allir miklar "týpur", ekki stór vinnustaður, aldrei verið jafnmargir í kaffi og í morgun, við vorum tíu í kaffistofunni!;)

mér finnst gaman að byrja í nýjum vinnum og dagurinn í dag var engin undantekning:) alltaf gaman að kynnast nýju fólki og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en það leiðinlegasta við nýjan vinnustað er að skilja gömlu vinnufélagana eftir í gömlu vinnunni ... og ég kann það ekki, alls ekki - hvað gerið þið þegar þið skiptið um vinnu?

... ég fer alltaf bara í heimsóknir og held áfram að mæta í starfsmannapartýin :)

Góðar stundir
Jæja, góðan og blessaðan:)

bara nokkur orð til að biðja ykkur um að hugsa fallega til mín í dag, ég er að byrja í nýrri vinnu og mig langar til að koma vel fyrir fyrsta daginn og þannig:) ekki sulla niður á mig í hádeginu eða prumpa óvart í návist samstafsmanns/manna eða fatta ekki hvernig skápur virkar ... eitthvað ofsalega lúðalegt sem getur komið fyrir besta fólk;)

læt heyra í mér í kvöld, upplýsi ykkur um hvernig dagurinn var:)

lifið heil