Jæja, gleðilega þjóðhátíð og gleðilegt sumar:)
nýja vinnan er ennþá jafnskemmtileg og hún var í síðustu viku og verður líklega bara skemmtilegri þegar ég verð búin að læra á fleiri staði ... ekki neitt ofsalega skemmtilegt að vera alltaf að leita að eldhúsum í nýjum og nýjum fyrirtækum og leikskólum og leita að vörunum okkar í mismunandi búðum en mikið ofsalega er gaman að keyra svona stóran bíl:)
ég vona að þetta veður haldist framyfir helgi svo við fáum gott veður þegar við förum Fimmvörðuhálsinn á föstudaginn:) tíminn hefur liðið svo hratt undanfarið að ég hef ekkert spáð í þessa ferð fyrr en bara núna áðan;)
hver er að fara á Chris Cornell í haust? ætlar einhver í röðina sem væri til í að kaupa miða fyrir mig líka?? gallinn við að vera nýbyrjuð á nýjum stað þá kann ég ekki við að fá frí til að standa í röð eftir miðum á tónleika ... ég kunni illa við það eftir að hafa unnið í þrjú ár á sama stað ;)
... annars man ég ekkert hvað það var sem ég ætlaði að blogga um þannig að lifið heil þangað til næst og farið vel með ykkur;)
mánudagur, júní 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góða ferð á Fimmvörðuhálsinn, vona að þið fáið gott veður.
Fimmvörðuháls?
Noh... hvenær og hvernig ferðu úr bænum?
Þetta kallar á SMS eða meil á eftir. Vertu viðbúin :D
Skrifa ummæli