fimmtudagur, júlí 28, 2005

Fékk þetta sent um daginn og sendi áfram á einhverja en ég man ekki hverja ... þannig að ég ætla bara að blogga þetta:)

The European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the EU rather than German which was the
other possibility. As part of the negotiations, Her Majesty's Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5-year phase-in plan that would be known as "Euro-English".

In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this wil make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in favour of the"k". This should klear up konfusion and keyboards kan have 1 less letter. There will be growing publik enthusiasm in the sekond year, when the troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like "fotograf" 20% shorter. In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be ekspekted to reach the stage where more komplikated changesare possible. Governments will enkorage the removal of double letters, which have always ben a deterent to akurate speling. Also, al wil agre that the horible mes of the silent "e"'s in the language is disgraseful, and they should go away. By the fourth year, peopl wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v".
During ze fifz year, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and similar changes vud of kors be aplid to ozer kombinations of leters.
After zis fifz yer, ve vil hav a reli sensibl riten styl. Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi to understand ech ozer.

ZE DREM VIL FINALI KUM TRU! And zen ve vil tak over ze vorld!!!!!!!!!

góðar stundir
Klukkan er hálftvö og það er verið að bora einhvers staðar í húsinu eða í næstu íbúðum ... æðislegt!!:) ... hefði að vísu ekki heyrt það ef ég væri sofandi en þar sem ég er það ekki þá get ég að sjálfsögðu fyllst réttlátri reiði yfir tillitsleysi nágranna minna og hnussað yfir hávaðanum:) .... held samt að framkvæmdirnar séu búnar núna ef framkvæmdir mætti kalla, þetta var ábyggilega bara ein skrúfa:)

Eyjar ekki-á-morgun-heldur-hinn og ég er barasta farin að hlakka slatta til:) held það verði rosalega gaman:) ég á að vísu eftir að skrifa heilan haug af ferðasögum og núna er önnur að bætast við þannig að ég er að hugsa um að lofa ekki neinu varðandi ferðasögur ... hverjum langar til að lesa svoleiðis hvort sem er? miklu skemmtilegra að lesa um það að fugl hafi skitið á höfuðið á mér og þannig er það ekki? jújú:)

hælæts eru málið - hælæt dagsins fuglaskíturinn? nei ... þrír latte á þremur kaffihúsum fyrir hádegi kannski frekar? eða graflaxinn sem ég var að fá gefins og get ekki beðið eftir að prófa? eða samræðurnar við gaurinn í gæludýrabúiðinni minni sem sagði mér alls konar sögur af því hvernig "óæðri" kattamatur (sem hann selur EKKI) er búinn til - frekar viss á því að þetta séu þjóðsögur að vísu en skemmtilegar þrátt fyrir það:)? eða það að ég skuli vera að blogga við opnar svaladyr klukkan að verða tvö og mér er ekki baun kalt þó ég sé berfætt? eða maturinn sem ég fékk hjá mömmu í kvöld? eða löggan sem var að hóta mér?:) ... ekkert alvarlegt samt, við erum skyld:) eða allt fólkið sem ég talaði við í dag? ... talaði við óvenjulega marga í dag, í persónu, í síma og á msn ... keypti vindsæng áðan líka og bakpoka á 500 kall sem ég verð ekkert sár ef ég týni um helgina því hann kostaði bara 500 kall - búið að vera fínn dagur almennt séð:)

hvað ætli gerist á morgun?:)

góðar stundir

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Ég er heppnasta kona landsins!!!!

í morgun skeit fugl á hausinn á mér í ÞRIÐJA SKIPTIÐ Í SUMAR!!! bara í sumar ... þá er ég ekki að telja með alla "fuglaskíta á hausinn" um ævina, bara síðan 21. apríl síðastliðinn ... það er víst góðs viti að fugl skíti á höfuðið á þér en fyrr má nú fyrr vera:)

annars er ég lúmskt sátt við þetta, ekki skítinn sjálfan heldur það sem hann boðar, því ég verð að viðurkenna þetta sumar er búið að vera hreint æðislegt í alla staði og ég hef sjaldan haft það eins gott:) ég held að fuglaskíturinn og að vera bara í einni vinnu sé alveg að gera sig:) ég er einungis að vinna 8 tíma á dag þannig að mér líður eins og ég sé búin að vera í fríi í allt sumar:)

góðar stundir og þakkið æðri máttarvöldum fyrir að beljur skuli ekki hafa vængi:)

þriðjudagur, júlí 26, 2005

komin heim eftir æðislega helgi á Kirkjubæjarklaustri með Þjóðbrókunum Eddu, Pálínu, Bryndísi og Júlíönu (sem ætlar að fá sér blogg áður en hún fer til Bandaríkjanna, er það ekki?:)) það var klikkað gaman:)!!

er soldið sólbrennd eftir Stjórnarfossa hoppið (sólarvörnin hefur víst öll skolast af í vatninu því ég brann þvílíkt ...) en er að skána núna og verða jafnari, meira brún og minna rauð:) ef þið eruð einhvern tímann á Klaustri þá mæli ég hiklaust með því að þið "stökkvið Stjórn" eins og það er kallað, forðist laganema (mér fannst þeir frekar ... merkilegir:)) og fáið bóndann til að leyfa ykkur að prófa fjórhjólið sitt!!!:)

ofsalega gaman og ég skal skrifa almennilega ferðasögu þegar ég er ekki í vinnunni:) ... þangað til getið þið kíkt á sögurnar hjá stelpunum:)

góðar stundir og allt fyrir þig Ásdís:)

miðvikudagur, júlí 20, 2005

veit einhver hvar ég get keypt hacky-sack? :)
fór í Nauthólsvíkina og í sjóinn í gær með Grétu því veðrið var svo rosalega gott:) svo fór ég í klippingu ... en ég gekk ekki sérlega langt þannig að það sést varla að ég hafi verið í klippingu fyrir utan það að hárið er miklu "snyrtilegra" en það var:) ég er nefnilega að hugsa um að safna hári aftur aðeins ... kannski hætti ég samt við og klippi mig stutt aftur ef veðrið heldur áfram að vera svona gott:) og í gærkvöldi fór ég svo út að borða á Ítalíu:) ekkert smá góður matur ... soldið lengi á leiðinni á vísu vegna mistaka í eldhúsinu en við fengum bara í staðinn eftirrétt og drykki í boði hússins sem var rosalega fínt barasta:) ... að vísu vorum við svo lengi úti að borða að við komumst ekki í bíó en förum bara seinna í staðinn:)



og í morgun fór ég í sund!!!! ég er sko með ofnæmi fyrir klór en ég fór í sund fyrir vestan og fann ekkert fyrir því þannig að ég varð að fara í sund aftur til að tékka á þessu undri og stórmerki ... leg ... heitum (ok, aftur komin í vandræði vegna íslensku-fávisku, er kannski ekki hægt að nota þetta í þágufalli? ... :))

jújú, fór og synti 1000 metra og finn barasta ekki neitt fyrir því!!!!:) mér líður ekki eins og ég "sé í" bolnum ennþá (fannst ég alltaf vera í honum lengi eftir sundið því ég var svo aum eftir öll samskeyti í honum:) ... ég ætla samt bara í Nauthólsvík á morgun ef veðrið er svona gott - ætla ekki að storka örlögunum og þannig:)

... talandi um Nauthólsvík, krakkarnir sem vinna á ylströndinni eru með blogg;)

lifið heil og til hamingju með sumarið sem virðist loksins vera komið ... aftur:)

mánudagur, júlí 18, 2005

Haukur Ingi, Hákon Örn og Halldór Friðrik med grænu armböndin sín i Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðasta fimmtudag

Syneta
Strákarnir á leið í ferð með Coco Puffs lestinni ...

Syneta
Lestin fór "frekar" nálægt trjánum sums staðar og Haukur sýnir stoltur ávinning lestarferðarinnar

Syneta
Stákarnir á flekanum ... þessi "brú" eins og þeir kölluðu hana vakti mikla lukku eins og sjá má

Syneta
get ekki póstað myndum ... þetta er rugl!! ... en ég mun komast að því hvað er að:)
ætla að prófa að pósta inn mynd í vinnunni og athuga hvort það sé tölvan mín sem sé að eipsjitta eða hvort að blogger.photos sé ábyrgur fyrir pikklesinu ...



jújú, haldiði ekki að tölvan mín sé sökudólgurinn!! ... ég veit svo sem alveg hvað er að, 60 GB er rosalega mikið en samt ekki neitt klikkað mikið þegar fólk eins og ég hugsar ekkert um jafnvel 60 GB geti klárast:)

fer heim á eftir, tæmi eitthvað út af tölvunni og pósta myndum:)

góðar stundir
ég held að Haukur litli frændi minn hafi meint það sem hrós í gær þegar við vorum að tala um konur og föt og hann sagði: "þú ert ekki svoleiðis, þú skiptir aldrei um föt" ... næst þegar ég hitti þá ætla ég að vera í eldrauðum bol og skærgulum buxum:)

þeir sjá ekki tilganginn með því "að skipta um föt 365 daga ársins!!"

góðar stundir
komin heim:) ljúft! eigið rúm, tveir kettir og sturta sem ég kann á:)

ferðasagan kemur seinna með myndum, bloggermyndadæmið virkar ekki núna heldur ...

góðar stundir

föstudagur, júlí 15, 2005

Við förum á Drangsnes á eftir ... ætlaði að setja inn myndir frá því í gær en myndadæmið er ekki að virka núna þannig að ég læt það bara bíða þangað til við komum aftur:)

við erum búin að skemmta okkur slatta vel saman og ég held að það verði mjög gaman um helgina:)

lifið heil

miðvikudagur, júlí 13, 2005

góðan og blessaðan:)

ég er miklu hressari en ég var í gær en ég veit ekki hvort það sé vegna þess að ég er raunverulega hressari eða kemst eiginlega ekki upp með annað en að vera hress? pæling?:)

strákarnir eru út í byssó núna og ég er á leiðinni í sturtu áður en ég skutla þeim í afmæli í Garðabæinn:) í morgun/dag höfum við farið tvisvar út að ganga með hundinn og leikið við hana í boltaleik, borðað morgunmat og hádegismat - Honey Nut Cheerios var (meðal annars!!) á borðum báðar máltíðirnar:/ athugað með kofann sem þeir byggðu á smíðavellinum og átti að koma í dag en kemur líklega ekki á morgun heldur ... löng saga og við teiknuðum kort í sameiningu fyrir bílstjóran ef við skyldum ekki vera heima:)

... farin í sturtu

góðar stundir

þriðjudagur, júlí 12, 2005


þetta getur ekki verið kvef sem ég er með!! kvef er bara í einn tvo daga, þrjá daga í mesta lagi svo er fólk aðeins slappt í nokkra daga en alveg heilbrigt ... þriðjudagur í dag, ég varð lasin á föstudegi og ég er ennþá lasin, illt í augunum, hnerrandi, hóstandi og sit bara upprétt í smástund í einu áður en ég fer aftur inn í rúm til sofa og hvíla augun ...

... og ég er að flytja inn til þriggja ungra manna á eftir þangað til næsta mánudag, þeir eru tveir níu ára og einn ellefu ára þannig að það er varla hægt að segja að ég sé að fara að passa þá, er það nokkuð? jamms, og Kolka, hún er Labrador:) ... það er internet í húsinu þannig að þið eigið ábyggilega eftir að heyra í mér en ég ætla að fara að sofa núna - og einbeita mér að því að batna:)

góðar stundir

mánudagur, júlí 11, 2005

ennþá lasin ... nenni því eiginlega ekki neitt því ég hef svo margt annað betra að gera:)

vildi láta ykkur vita að Bryndís er byrjuð að blogga!!:) til hamingju og feitt sem ég ætla að kíkja daglega á síðuna þína - verður að vera dugleg:)

góðar stundir

sunnudagur, júlí 10, 2005

ég er lasin í dag alveg eins og í gær þannig að ég er bara búin að vera að hanga og horfa á vídeó í allan dag ... og í gærkvöldi:) soldið kúl að liggja bara og glápa því ég var komin aðeins eftir á, ég var ekki búin að sjá neitt sem allir virtust vera búnir að sjá, Million Dollar Baby, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Life Aquatic with Steve Zissou, American Splendour, Closer (flestar í boði Péturs, þakka þér, þakka þér:))

... fór líka að pæla í jólunum, margir mánuðir í þau ég veit en þau koma samt alltaf alltof fljótt:) kannski næ ég að senda jólakort þessi jól? kannski ... don't hold your breath;)

ætlaði að njóta þess að vera í bænum þessa helgi og hef svo sem alveg gert það en mikið rosalega er það leiðinlegt að vera lasin!!! alveg búin að fá nóg :) ... verð ekki í bænum um helgi fyrr en í ágúst, verð með stráka systur minnar næstu helgi og við ætlum að fara með þá á Bryggjuhátíð á Drangsnesi, helgina eftir það er það Kirkjubæjarklaustur með stelpunum svo Þjóðhátíð í Eyjum!!!:) ... farin að hlakka til:)

forðist kvef, þau eru leiðinleg

lifið heil og hraust

miðvikudagur, júlí 06, 2005

var að koma heim eftir annan brenniboltahitting sumarsins með Brenniboltafélaginu Skúla - rosalega var gaman:) ég anga af grasgrænu eftir nokkur snilldar-slæd (sem btw redduðu mínu liði í Kýlóinu eina stiginu sem við fengum!!:)) og er að hugsa um að henda buxunum ef hún næst ekki úr (eða hafa þær bara svona grænar og fagrar, svona battle-scar-buxur??) frekar en að fara til mömmu og biðja hana um að hjálpa mér - hef nefnilega stundum smá áhyggur af því að hún einfaldlega gefist upp á mér;) henni lýst til að mynda ekkert sérstaklega vel á að ég ætli að verða atvinnumaður á línuskautum einhvern daginn því það er hún sem endar alltaf á því að sauma buxurnar mínar þegar ég dett ... sem er þó nokkuð algengt - og ekki bara á línuskautum;) eins og frægt er orðið í fjölskyldunni þá er ég eina manneskjan sem hef dottið um sjálfa mig á þurru malbiki og handleggsbrotnað - held það hafi enginn einu sinni brotið bein í minni nánustu fjölskyldu ... nema pabbi sem braut tá ... við merkilegar aðstæður:) en við erum auðvitað skyld:)

anívei, við fórum í Brennó og Kýló og Skotbolta og að lokum í eina Einu krónu þar sem ég var'ann og náði öllum nema Hannesi:) ... sem var smá asnalegt því hann var sá eini sem var í eldrauðum stuttermabol og hefði átt að sjást fyrstur og langbest:)

auðvitað tók ég myndir:)


þið sjáið þemað, önnur myndir sýnir hvað við erum hrikalega ákveðin og til í að leika okkur og hin sýnir auðvitað hvað við erum rosalega skemmtileg og hress og ung í anda að vilja fara út í leiki á kvöldin:) þetta er "byrjunar-hópurinn" en svo bættust fleiri við - alltaf skemmtilegt þegar það eru fleiri með:) svipuð uppstilling og sama þema, alvarleg og hress:)


... sjáum svo hvernig þetta kemur út þegar ég publisha ... :)

komst að því að Rut frænka mín er með blogg:) og í gegnum það að litla systir hennar Margrét, sem er einnig frænka mín, bloggar líka - ekkert verið að segja frá því Rut??:)

en ég mæli hiklaust með því að fólk fari í leiki á miðvikudagskvöldum í sumar, það er ábyggilega ekkert betra í sjónvarpinu? ... annars er ég komin aðeins útúr dagskránni því ég kveikti síðast á tækinu mínu 19. maí ... minnir mig?? hvenær var Júróvisjón annars?:)

allir út í leiki!!!

... og lifið heil

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Gunnar litli bróðir minn og Debbý kærastan hans eignuðust litla stelpu í nótt:)
14 merkur og 53 sentimetrar, fæðingin gekk mjög vel og mæðgurnar eru báðar við hestaheilsu:) litla stelpan er að sjálfsögðu gullfalleg og róleg - en henni er alls ekkert vel við að láta sprauta sig þannig að hún getur alveg látið heyra í sér;)

góðar stundir

mánudagur, júlí 04, 2005

... ætla að fara að raða blogg-linkunum hérna til hægri en ég veit ekki ennþá hvernig er best að raða þeim? stafrófsröð? eftir háralit bloggaranna? aldri? virkni? aldri? magni? lit?:) nenni ekki að velta því fyrir mér núna:)

ég náði mynd af köttunum saman áðan ... þeir eru að vísu undir sófa þannig að það sést alveg hvað ég hef ekki verið dugleg við að ryksuga undanfarið - enda hef ég ákveðið að taka bara til þegar rignir í sumar og það hefur ekki rignt svo mikið undanfarið ef frá er skilin helgin en þá var ég í útilegu:)

hérna er sem sagt myndin af þeim saman, Fídel til vinstri og Seifur til hægri


jamms og útilegan:) ... við fórum sem sagt út úr bænum á föstudagskvöldið og fórum inn í Þórsmörk með smá stoppi á Hvolsvelli. Þegar við komum inn í Mörkina var smá rigning þannig að við fórum bara í pollagallann, tjölduðum og grilluðum kvöldmatinn:) kvöldið var mjög skemmtilegt þó það hafi verið frekar blautt, hittum fullt af fólki þar á meðal Fríðu Kristínu af Nesinu og vinkonur hennar (eða systur eða frænku ... ég gafst upp á því að skilja skyldmenni Fríðu fyrir löngu:)) að lokum fórum við öll að sofa sannfærð um að við myndum vakna í sól á laugardeginum:)

það var ekki beint sól um morguninn en ekki hellidemba heldur:) þar sem þetta var jeppaferð var farið í bíltúr, fyrst yfir í Langadal og yfir Krossá, auðvitað, bara til að vera viss um að jepparnir kæmust yfir hana svona vatnsmikla:) svo héldum við á Sólheimasand og skoðuðum flugvélaflakið og fórum niður í fjöru þar sem loka? fór í drifi eins bílsins og strákarnir, allir sem einn, voru strax farnir að gera við - hvað þarf marga jeppastráka til að gera við drif? ... alla:) á meðan spiluðu stelpurnar hacky-sack í fjörunni ... sá leikur breyttist reyndar seinna um kvöldið í "handy-sack" drykkjuleikinn sem ég er alveg tilbúin til að kenna ykkur við eitthvað gott tækifæri:)

myndavélin mín var í bílnum þannig að ég gleymdi að taka myndir á tjaldsvæðinu og á bara myndir af laugardagsbíltúrnum og ferðinni heim ... en það voru alltaf myndavélar á lofti þannig að ég bæti þeim bara inn seinna ... eða linka á þær:)
þegar við komum til baka á laugardeginum grilluðum við kvöldmatinn í alveg ágætis veðri og fórum svo á varðeldinn þar sem ég hitti Arnór úr MR:) hann tók fullt af myndum og má sjá þær hérna

það var mjög gaman á laugardagskvöldinu, það hélst þurrt næstum allt kvöldið og ég skemmti mér alveg konunglega við að labba um svæðið og tala við fullt af fólki ... jamms, mjög gaman:) þegar við vöknuðum á sunnudeginum var aftur komin hellidemba þannig að við tókum dótið okkar til, komum því í bílanum og lögðum af stað í bæinn en ferðin til baka tafðist aðeins vegna þess að árnar voru orðnar mjög vatnsmiklar og ekki auðfærar minni bílum ... Musso jeppi fór á kaf og Birkir á Willis-jeppanum sínum kippti honum upp og Gunni og Bassi redduðu vélinni þannig að hún komst í ganga aftur ... blogger-photodæmið er skyndilega hætt að virka þannig að ég set bara inn myndir af viðgerðinni seinna:) ... kannski er kvóti á myndafjölda per blogg-færslu?
þegar Mussoinn var við það að komast í gang drukknaði vélin í öðrum bíl, Korando diesel bíl í þetta skiptið, hann var líka dreginn á þurrt og Sveinbjörn, Gunni og Bassi byrjuðu að gera við þennan líka áður en það var ákveðið að draga hann bara í bæinn:)

við stoppuðum á Gallerý Pizzu á Hvolsvelli þar sem pizzan er bara slatta góð og franskarnar líka en ég vara ykkur við, ef þið ákveðið að panta ykkur franskar þá dugar lítill skammtur fyrir átta ... stór skammtur er fáránlega stór:) ... jamms... ég tók mynd af honum:)

komum í bæinn, bar dótið inn úr bílnum í grenjandi rigningu, hengdi dótið mitt upp, fór í langa og heita sturtu og svaf eins og ungabarn í marga, marga klukkutíma:)

og já, ég er núna stoltur eigandi miða á Þjóðhátíð í Eyjum:) og ég er barasta farin að hlakka til!!:)

góðar stundir
komin í bæinn og í vinnuna eftir mjög skemmtilega helgi í Þórsmörk:)
myndir og ferðasaga á eftir þegar ég er í minni eigin tölvu en núna ætla ég að láta nægja einn lítinn brandara í boði Laufeyjar Einarsdóttur:

En dværg og en blondine ventede på bussen, og da den kom, skubbede
blondinen dværgen væk og masede sig ind foran. Dværgen blev sur og sagde:
– Du behøver ikke at være så fræk din tåbelige brunette.
– Jeg er ikke brunette, men blondine.
– Ikke som jeg ser det…

góðar stundir