þriðjudagur, júlí 12, 2005
þetta getur ekki verið kvef sem ég er með!! kvef er bara í einn tvo daga, þrjá daga í mesta lagi svo er fólk aðeins slappt í nokkra daga en alveg heilbrigt ... þriðjudagur í dag, ég varð lasin á föstudegi og ég er ennþá lasin, illt í augunum, hnerrandi, hóstandi og sit bara upprétt í smástund í einu áður en ég fer aftur inn í rúm til sofa og hvíla augun ...
... og ég er að flytja inn til þriggja ungra manna á eftir þangað til næsta mánudag, þeir eru tveir níu ára og einn ellefu ára þannig að það er varla hægt að segja að ég sé að fara að passa þá, er það nokkuð? jamms, og Kolka, hún er Labrador:) ... það er internet í húsinu þannig að þið eigið ábyggilega eftir að heyra í mér en ég ætla að fara að sofa núna - og einbeita mér að því að batna:)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli