... ætla að fara að raða blogg-linkunum hérna til hægri en ég veit ekki ennþá hvernig er best að raða þeim? stafrófsröð? eftir háralit bloggaranna? aldri? virkni? aldri? magni? lit?:) nenni ekki að velta því fyrir mér núna:)
ég náði mynd af köttunum saman áðan ... þeir eru að vísu undir sófa þannig að það sést alveg hvað ég hef ekki verið dugleg við að ryksuga undanfarið - enda hef ég ákveðið að taka bara til þegar rignir í sumar og það hefur ekki rignt svo mikið undanfarið ef frá er skilin helgin en þá var ég í útilegu:)
hérna er sem sagt myndin af þeim saman, Fídel til vinstri og Seifur til hægri
jamms og útilegan:) ... við fórum sem sagt út úr bænum á föstudagskvöldið og fórum inn í Þórsmörk með smá stoppi á Hvolsvelli. Þegar við komum inn í Mörkina var smá rigning þannig að við fórum bara í pollagallann, tjölduðum og grilluðum kvöldmatinn:) kvöldið var mjög skemmtilegt þó það hafi verið frekar blautt, hittum fullt af fólki þar á meðal Fríðu Kristínu af Nesinu og vinkonur hennar (eða systur eða frænku ... ég gafst upp á því að skilja skyldmenni Fríðu fyrir löngu:)) að lokum fórum við öll að sofa sannfærð um að við myndum vakna í sól á laugardeginum:)
það var ekki beint sól um morguninn en ekki hellidemba heldur:) þar sem þetta var jeppaferð var farið í bíltúr, fyrst yfir í Langadal og yfir Krossá, auðvitað, bara til að vera viss um að jepparnir kæmust yfir hana svona vatnsmikla:) svo héldum við á Sólheimasand og skoðuðum flugvélaflakið og fórum niður í fjöru þar sem loka? fór í drifi eins bílsins og strákarnir, allir sem einn, voru strax farnir að gera við - hvað þarf marga jeppastráka til að gera við drif? ... alla:) á meðan spiluðu stelpurnar hacky-sack í fjörunni ... sá leikur breyttist reyndar seinna um kvöldið í "handy-sack" drykkjuleikinn sem ég er alveg tilbúin til að kenna ykkur við eitthvað gott tækifæri:)
myndavélin mín var í bílnum þannig að ég gleymdi að taka myndir á tjaldsvæðinu og á bara myndir af laugardagsbíltúrnum og ferðinni heim ... en það voru alltaf myndavélar á lofti þannig að ég bæti þeim bara inn seinna ... eða linka á þær:)
þegar við komum til baka á laugardeginum grilluðum við kvöldmatinn í alveg ágætis veðri og fórum svo á varðeldinn þar sem ég hitti Arnór úr MR:) hann tók fullt af myndum og má sjá þær hérna
það var mjög gaman á laugardagskvöldinu, það hélst þurrt næstum allt kvöldið og ég skemmti mér alveg konunglega við að labba um svæðið og tala við fullt af fólki ... jamms, mjög gaman:) þegar við vöknuðum á sunnudeginum var aftur komin hellidemba þannig að við tókum dótið okkar til, komum því í bílanum og lögðum af stað í bæinn en ferðin til baka tafðist aðeins vegna þess að árnar voru orðnar mjög vatnsmiklar og ekki auðfærar minni bílum ... Musso jeppi fór á kaf og Birkir á Willis-jeppanum sínum kippti honum upp og Gunni og Bassi redduðu vélinni þannig að hún komst í ganga aftur ... blogger-photodæmið er skyndilega hætt að virka þannig að ég set bara inn myndir af viðgerðinni seinna:) ... kannski er kvóti á myndafjölda per blogg-færslu?
þegar Mussoinn var við það að komast í gang drukknaði vélin í öðrum bíl, Korando diesel bíl í þetta skiptið, hann var líka dreginn á þurrt og Sveinbjörn, Gunni og Bassi byrjuðu að gera við þennan líka áður en það var ákveðið að draga hann bara í bæinn:)
við stoppuðum á Gallerý Pizzu á Hvolsvelli þar sem pizzan er bara slatta góð og franskarnar líka en ég vara ykkur við, ef þið ákveðið að panta ykkur franskar þá dugar lítill skammtur fyrir átta ... stór skammtur er fáránlega stór:) ... jamms... ég tók mynd af honum:)
komum í bæinn, bar dótið inn úr bílnum í grenjandi rigningu, hengdi dótið mitt upp, fór í langa og heita sturtu og svaf eins og ungabarn í marga, marga klukkutíma:)
og já, ég er núna stoltur eigandi miða á Þjóðhátíð í Eyjum:) og ég er barasta farin að hlakka til!!:)
góðar stundir
mánudagur, júlí 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli