Klukkan er hálftvö og það er verið að bora einhvers staðar í húsinu eða í næstu íbúðum ... æðislegt!!:) ... hefði að vísu ekki heyrt það ef ég væri sofandi en þar sem ég er það ekki þá get ég að sjálfsögðu fyllst réttlátri reiði yfir tillitsleysi nágranna minna og hnussað yfir hávaðanum:) .... held samt að framkvæmdirnar séu búnar núna ef framkvæmdir mætti kalla, þetta var ábyggilega bara ein skrúfa:)
Eyjar ekki-á-morgun-heldur-hinn og ég er barasta farin að hlakka slatta til:) held það verði rosalega gaman:) ég á að vísu eftir að skrifa heilan haug af ferðasögum og núna er önnur að bætast við þannig að ég er að hugsa um að lofa ekki neinu varðandi ferðasögur ... hverjum langar til að lesa svoleiðis hvort sem er? miklu skemmtilegra að lesa um það að fugl hafi skitið á höfuðið á mér og þannig er það ekki? jújú:)
hælæts eru málið - hælæt dagsins fuglaskíturinn? nei ... þrír latte á þremur kaffihúsum fyrir hádegi kannski frekar? eða graflaxinn sem ég var að fá gefins og get ekki beðið eftir að prófa? eða samræðurnar við gaurinn í gæludýrabúiðinni minni sem sagði mér alls konar sögur af því hvernig "óæðri" kattamatur (sem hann selur EKKI) er búinn til - frekar viss á því að þetta séu þjóðsögur að vísu en skemmtilegar þrátt fyrir það:)? eða það að ég skuli vera að blogga við opnar svaladyr klukkan að verða tvö og mér er ekki baun kalt þó ég sé berfætt? eða maturinn sem ég fékk hjá mömmu í kvöld? eða löggan sem var að hóta mér?:) ... ekkert alvarlegt samt, við erum skyld:) eða allt fólkið sem ég talaði við í dag? ... talaði við óvenjulega marga í dag, í persónu, í síma og á msn ... keypti vindsæng áðan líka og bakpoka á 500 kall sem ég verð ekkert sár ef ég týni um helgina því hann kostaði bara 500 kall - búið að vera fínn dagur almennt séð:)
hvað ætli gerist á morgun?:)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli