miðvikudagur, júlí 06, 2005

var að koma heim eftir annan brenniboltahitting sumarsins með Brenniboltafélaginu Skúla - rosalega var gaman:) ég anga af grasgrænu eftir nokkur snilldar-slæd (sem btw redduðu mínu liði í Kýlóinu eina stiginu sem við fengum!!:)) og er að hugsa um að henda buxunum ef hún næst ekki úr (eða hafa þær bara svona grænar og fagrar, svona battle-scar-buxur??) frekar en að fara til mömmu og biðja hana um að hjálpa mér - hef nefnilega stundum smá áhyggur af því að hún einfaldlega gefist upp á mér;) henni lýst til að mynda ekkert sérstaklega vel á að ég ætli að verða atvinnumaður á línuskautum einhvern daginn því það er hún sem endar alltaf á því að sauma buxurnar mínar þegar ég dett ... sem er þó nokkuð algengt - og ekki bara á línuskautum;) eins og frægt er orðið í fjölskyldunni þá er ég eina manneskjan sem hef dottið um sjálfa mig á þurru malbiki og handleggsbrotnað - held það hafi enginn einu sinni brotið bein í minni nánustu fjölskyldu ... nema pabbi sem braut tá ... við merkilegar aðstæður:) en við erum auðvitað skyld:)

anívei, við fórum í Brennó og Kýló og Skotbolta og að lokum í eina Einu krónu þar sem ég var'ann og náði öllum nema Hannesi:) ... sem var smá asnalegt því hann var sá eini sem var í eldrauðum stuttermabol og hefði átt að sjást fyrstur og langbest:)

auðvitað tók ég myndir:)


þið sjáið þemað, önnur myndir sýnir hvað við erum hrikalega ákveðin og til í að leika okkur og hin sýnir auðvitað hvað við erum rosalega skemmtileg og hress og ung í anda að vilja fara út í leiki á kvöldin:) þetta er "byrjunar-hópurinn" en svo bættust fleiri við - alltaf skemmtilegt þegar það eru fleiri með:) svipuð uppstilling og sama þema, alvarleg og hress:)


... sjáum svo hvernig þetta kemur út þegar ég publisha ... :)

komst að því að Rut frænka mín er með blogg:) og í gegnum það að litla systir hennar Margrét, sem er einnig frænka mín, bloggar líka - ekkert verið að segja frá því Rut??:)

en ég mæli hiklaust með því að fólk fari í leiki á miðvikudagskvöldum í sumar, það er ábyggilega ekkert betra í sjónvarpinu? ... annars er ég komin aðeins útúr dagskránni því ég kveikti síðast á tækinu mínu 19. maí ... minnir mig?? hvenær var Júróvisjón annars?:)

allir út í leiki!!!

... og lifið heil

Engin ummæli: