fór í Nauthólsvíkina og í sjóinn í gær með Grétu því veðrið var svo rosalega gott:) svo fór ég í klippingu ... en ég gekk ekki sérlega langt þannig að það sést varla að ég hafi verið í klippingu fyrir utan það að hárið er miklu "snyrtilegra" en það var:) ég er nefnilega að hugsa um að safna hári aftur aðeins ... kannski hætti ég samt við og klippi mig stutt aftur ef veðrið heldur áfram að vera svona gott:) og í gærkvöldi fór ég svo út að borða á Ítalíu:) ekkert smá góður matur ... soldið lengi á leiðinni á vísu vegna mistaka í eldhúsinu en við fengum bara í staðinn eftirrétt og drykki í boði hússins sem var rosalega fínt barasta:) ... að vísu vorum við svo lengi úti að borða að við komumst ekki í bíó en förum bara seinna í staðinn:)
og í morgun fór ég í sund!!!! ég er sko með ofnæmi fyrir klór en ég fór í sund fyrir vestan og fann ekkert fyrir því þannig að ég varð að fara í sund aftur til að tékka á þessu undri og stórmerki ... leg ... heitum (ok, aftur komin í vandræði vegna íslensku-fávisku, er kannski ekki hægt að nota þetta í þágufalli? ... :))
jújú, fór og synti 1000 metra og finn barasta ekki neitt fyrir því!!!!:) mér líður ekki eins og ég "sé í" bolnum ennþá (fannst ég alltaf vera í honum lengi eftir sundið því ég var svo aum eftir öll samskeyti í honum:) ... ég ætla samt bara í Nauthólsvík á morgun ef veðrið er svona gott - ætla ekki að storka örlögunum og þannig:)
... talandi um Nauthólsvík, krakkarnir sem vinna á ylströndinni eru með blogg;)
lifið heil og til hamingju með sumarið sem virðist loksins vera komið ... aftur:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli