komin heim eftir æðislega helgi á Kirkjubæjarklaustri með Þjóðbrókunum Eddu, Pálínu, Bryndísi og Júlíönu (sem ætlar að fá sér blogg áður en hún fer til Bandaríkjanna, er það ekki?:)) það var klikkað gaman:)!!
er soldið sólbrennd eftir Stjórnarfossa hoppið (sólarvörnin hefur víst öll skolast af í vatninu því ég brann þvílíkt ...) en er að skána núna og verða jafnari, meira brún og minna rauð:) ef þið eruð einhvern tímann á Klaustri þá mæli ég hiklaust með því að þið "stökkvið Stjórn" eins og það er kallað, forðist laganema (mér fannst þeir frekar ... merkilegir:)) og fáið bóndann til að leyfa ykkur að prófa fjórhjólið sitt!!!:)
ofsalega gaman og ég skal skrifa almennilega ferðasögu þegar ég er ekki í vinnunni:) ... þangað til getið þið kíkt á sögurnar hjá stelpunum:)
góðar stundir og allt fyrir þig Ásdís:)
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli