sunnudagur, júlí 10, 2005

ég er lasin í dag alveg eins og í gær þannig að ég er bara búin að vera að hanga og horfa á vídeó í allan dag ... og í gærkvöldi:) soldið kúl að liggja bara og glápa því ég var komin aðeins eftir á, ég var ekki búin að sjá neitt sem allir virtust vera búnir að sjá, Million Dollar Baby, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Life Aquatic with Steve Zissou, American Splendour, Closer (flestar í boði Péturs, þakka þér, þakka þér:))

... fór líka að pæla í jólunum, margir mánuðir í þau ég veit en þau koma samt alltaf alltof fljótt:) kannski næ ég að senda jólakort þessi jól? kannski ... don't hold your breath;)

ætlaði að njóta þess að vera í bænum þessa helgi og hef svo sem alveg gert það en mikið rosalega er það leiðinlegt að vera lasin!!! alveg búin að fá nóg :) ... verð ekki í bænum um helgi fyrr en í ágúst, verð með stráka systur minnar næstu helgi og við ætlum að fara með þá á Bryggjuhátíð á Drangsnesi, helgina eftir það er það Kirkjubæjarklaustur með stelpunum svo Þjóðhátíð í Eyjum!!!:) ... farin að hlakka til:)

forðist kvef, þau eru leiðinleg

lifið heil og hraust

Engin ummæli: