Jæja, góðan og blessaðan:)
bara nokkur orð til að biðja ykkur um að hugsa fallega til mín í dag, ég er að byrja í nýrri vinnu og mig langar til að koma vel fyrir fyrsta daginn og þannig:) ekki sulla niður á mig í hádeginu eða prumpa óvart í návist samstafsmanns/manna eða fatta ekki hvernig skápur virkar ... eitthvað ofsalega lúðalegt sem getur komið fyrir besta fólk;)
læt heyra í mér í kvöld, upplýsi ykkur um hvernig dagurinn var:)
lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Nýrri vinnu? Hvaða... Til hamingju - er það ekki annars? Roslega hef ég misst af miklu. Gúdd lökk ení vei. Knús, Áslús
Hei og hopp!
Til hamingju með nýju vinnuna og ég vona að dagurinn verði laus við prump og kaffisull!
Bíð spennt eftir fréttum...
gangi þér ótrúlega vel í vinnunni, sendi þér allar mínar óskir og ekkert prump,,fretum bara heima
Prumpi prump!
Gangi þér vel ;)
Skrifa ummæli