farin að surfa aftur... og ætla að leyfa fleirum að njóta vitleysunnar sem ég finn - hreint ótrúlegt hvað er á alnetinu! ég held að það sé hægt að finna hvað sem er hérna inni.... alveg sama hvað vitleysu ég set í leitarforritsgluggann þá koma heimasíður upp með linkum á aðrar... endalaust:)
þessi síða er rosaleg en áður en þið farið að dissa mig fyrir að sýna ykkur svona (þó að það sé ykkur auðvitað í sjálfval sett hvort þið notið linkinn eða ekki) þá lifði hann af!!!! ... ótrúlegt en satt, hann er labbandi um einhvers staðar í Bandaríkjunum en það kemur ekki fram fyrr en alveg síðast á blaðsíðunni og sumir myndu líklega ekki lesa svo langt niður:)
ok... þetta er spúkí!!! fyrst þá var svarið vitlaust og mér fannst það geðveikt fyndið að hún skyldi giska á rangt tákn, glampandi að einhver skuli hafa eytt miklum tíma í að hanna þetta bara til að gefa eitthvað svar ... þannig að ég prófaði aftur og aftur og aftur... og alltaf rétt!!!! þvílíkt merkilegt!!! en þið þurfið raunverulega að einbeita ykkur, ég gerði það ekki þegar ég prófaði fyrstu töluna.... spúkí er eina sem mér dettur í hug:) ... og geðveikt fyndið líka að sjálfsögðu:)
ég fann hugsanalesarann þegar ég var að leita að myndum af geimnum (ég er að verða alheims-nörd ... errr ... as in ég er farin að hafa rosalegan áhuga á geimnum og öllu í honum - raunverulega ekki bara það sem ég sé í Star Trek:)) og fann þennan pírómaníak ... langaði bara til að deila síðunni hans með ykkur, hann er gaurinn lengst til hægri með yfirvaraskeggið... hann tekur það fram sko undir myndinni... en ég sé ekki betur en að hann standi þarna með þrem konum?:)
ég er hugsanlega mögulega eitthvað rugluð? en ég hló geðveikt að þessu!!! ef þú ert á annað borð að gata geirvörturnar þínar áttu auðvitað að gata ALLAR er það ekki????:) ... og að hugsa sér, fólk gerir þetta ekki bara heldur eru myndir á netinu!!!
þetta er ein leið til að vekja athygli á vanda heimilislausra... vonandi er ég ekki að móðga neinn? eru ekki allir búnir að sjá Idioterne annars? ... talandi um nekt ... þetta er verulega flott síða en engar myndir af strákum?
heyrði brot af þessari frétt í útvarpinu í dag... þvílíkur auli:) ... hægt að finna ýmislegt á fréttavefum:)
ok... fyrst þegar ég sá fór inná þessa síðu hélt ég að þetta væri fólk sem væri að mála ketti as in það væri að mála myndir af köttum eins og það eru til myndir af hundum að spila billjard og þannig en nei... hló mig máttlausa þegar ég fattaði að fólkið er í alvörunni að mála kettina:) þetta er einhver bók og bara nokkrar myndir, aðallega bréf frá fólki sem er ýmist sammála eða ósammála... skiptir ekki máli, þvílíkt fyndið:)
gagnrýnin hugsun er það sem ég á að vera að læra í háskólanum... en hvort sem þetta er satt eða logið er mér sama, hundur eða áll? hvað heldur þú? þegar ég reyndi að tékka á þessu með að slá inn "dog eel" í Google kom tonn af kynlífssíðum og nokkrar ... sem ég skil ekki baun í, til að mynda þessi eitthvað powerpoint dæmi:) hérna er aftur á móti ágætis síða til að æfa þig í að greina hluti, eru þetta konur eða "shemale" ... gekk alveg þokkalega vel sjálfri, aðeins tvær vitleysur af sextán:) ... ef ég væri strákur væri ég í góðum málum:)
það er löngu þekkt að nota konur til að auglýsa heimilistæki en þetta er nýtt... ég hef að minnsta kosti aldrei séð svona auglýsingu... sé í anda fjaðrafokið sem hún myndi valda ef hún væri tekin til sýningar á Íslandi:) - bendi á að það fylgja fullt af upplýsingum um tækin með ... það á sem sagt ekki að einblína á konurnar???
idiot-tölvuleikjafíkillinn í mér hreifst af þessum leik, málið er að hrúga sprengjunum undir bílinn, á góðan stað, sprengja bílinn í tætlur og taka eins marga kolkrabba-rækjur með þér og þú getur:) hours of fun:)
farin að sofa, búin að hugsa um rúmið mitt síðan ég fór á fætur í morgun og það er fáránlegt að hanga á netinu heilu næturnar með bakið í rúmið:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli