föstudagur, mars 19, 2004

nei, klukkan er ekkert að klikka hérna neðst, ég er vöknuð og að blogga fyrir klukkan átta um morgun;) og ekki bara það þá er ég búin að vera vakandi í nokkra klukkutíma! ... eða síðan rétt fyrir sex ... en það er samt mjög langur tími:) var að skutla foreldrunum á flugvöllinn í morgun, fæ að hafa geimskipið hans pabba í viku;) þetta er þvílíkt glampandi sniðugur bíll, ég get startað honum inní stofu, labbað út og þá er hann farinn að verða hlýr! snilld ... ætli ég geti fengið mér svona system í Chevýinn ... ábyggilega ekki, hann er '89 módelið - ábyggilega meiri líkur á að ég fengi dverg til að búa í honum til að hafa hann tilbúinn á morgnanna;) rafmagnið er ekki uppá marga fiska ... kviknaði í honum síðasta sumar og þannig:)

meirihluta leiðarinnar heim var ég að hlusta á Rás eitt í útvarpinu, stöðin hans pabba og lærði ýmislegt, sólin kemur upp í Reykjavík 7:29, er í hádegisstað 13:35 og sest 19:42 ... ég tékkaði ekki á þessu þannig að hugsanlega mögulega eru þetta ekki réttar tímasetningar en ég er svona 99% viss að ég hafi ekki ruglað þeim ... merkilegt, þetta man ég en ekki símanúmer á milli þess sem 118 segir það og ég reyni að stimpla það inn - mjög sérhæfð fötlun það;) en núna eru þeir komnir með þjónustu þar sem þeir tengja þig beint við númerið sem þú biður um ... sem hefur að vísu orðið til þess að ég veit ekki einu sinni á hvaða tölum sum símanúmer byrja á;) eftir að hafa hlustað á Rás eitt um stund kom lag með Karlakórnum Kátum þröstum ... fullmikið af hinu góða þannig að ég ýtti á einhverja takka og lenti á Létt 96,7 ... þarf ekki eitthvað próf til að vinna á útvarpsstöðvum? konan var að segja manninum frá því að hún hafi tekið viðtal við konu "sem er með svona ... svona ofbeldis ... markaðssókn" ... ofbeldis markaðsókn? er hún að hvetja til þess þá? svo sagði hún líka frá manni sem "framdi bankarán í desembermánuði ... í desember ... í fyrra ... í desember 2001" jamms, hún var kannski bara illa vöknuð? eðal morgunþáttur ábyggilega ... leiðinlegt að missa alltaf af honum - eða ekki auðvitað;)

verð að vinna á báðum stöðum í kvöld þannig að ég er að hugsa um að leggja mig einhvern tímann í dag ... núna eða seinna? ef ég bíð með það gleymi ég því ábyggilega þangað til það er orðið of seint og verð orðin verulega mygluð eftir miðnætti en hins vegar ef ég sofna núna er ekkert víst að ég nái að vakna fyrr en einhvern tímann eftir hádegi og þá næ ég ekki að gera neitt í dag .... synd að þetta skuli vera vinnuhelgi og að ég skuli þurfa að skrifa ritgerð annars gæti ég farið út úr bænum, góð veðurspá á Fagurhólsmýri ... skv. veðurspá Rásar eitt;)

... og það er flöskudagur ... passið ykkur í kvöld stákar:)

Engin ummæli: