mánudagur, mars 08, 2004

auðvitað gerði ég innsláttarvillu þarna áðan enda var ég að flýta mér mjög mikið... átti að hafa verið tilbúin löngu áður en ég varð tilbúin, þetta er eitthvað karma en undanfarið er ég hætt að hafa áhyggjur af þessu:) bæti mínúturnar alltaf upp á einhvern hátt, ég mætti til að mynda hálftíma of snemma í vinnunna í kvöld:)... hlýtur að koma að koma út á sléttu og í næsta lífi verð ég alltaf á mínútunni, hvorki of snemma né of sein??:) ... annað hvort það eða ég verð kakkalakki sem verður fínt ef það kemur til kjarnorkustyrjaldar:)

jamms.. innsláttarvillan, ég ætlaði að skrifa Roseanne Barr ekki Rosean Barr... en þegar ég tékkaði á því er þessi innsláttarvilla ekki einsdæmi í heiminum samanber þessa síðu (fjórða komment að ofan... næ ekki að linka nær því en þetta:)) ... hérna er fólk eitthvað að ræða brjóstið á Janet Jackson... ætla ekki að ræða það hérna samt... frekar sammála þessu kommenti sjálf - kannski er ég búin að finna mér sálufélaga? sama skoðun, sama innsláttarvilla?:)

og til að gleðja fólk eru hérna linkar á ýmislegt....

þetta er ógeðslegt!!!! ... það er mynd en ég sé hreinlega ekki puttann sem á að vera í salatinu... þó að það sé einhver ferhyrningur á myndinni efa ég stórlega að þetta sé raunveruleg mynd af salatinu þar sem í fréttinni kemur fram að konan hafi verið næstum búin með salatið þegar hún fékk puttann uppí sig... og hélt að þetta væri eitthvað sem átti að vera í því... geri ráð fyrir að hún hafi reynt að tyggja munnbitann sinn... jamms... þetta verður bara ógeðslegra og ógeðslegra:/

svo er það málið með konur í löggunni... þær eiga fullan rétt á sér og stelpur sem ég þekki í löggunni eru margar meiri töffarar en strákar sem vinna sama starf en vá....... þetta hlýtur að vera rosalega erfitt!!! að vera lögga og fara í kynskiptiaðgerð, láta breyta sér í konu og vera ekki einu sinni sérlega .... myndarleg??;)

heitir það ekki að vera metrosexual? þegar menn nota rakakrem og þannig? þessi síða er fyrir alla stráka sem vilja verða meira Beckham-eitthvað:)... og hérna getið þið athugað hvernig þið "standið" samanborið við aðra (bandaríska?) menn:)


og svo að þið haldið ekki að ég sé algert airhead og leiti bara að vitleysu á netinu þá er hérna linkur á eina síðu sem ég leitaði viljandi að til að sjá hversu lítil við erum raunverulega miðað við ALLLT:) við vorum að tala um þetta í vinnunni um daginn... samstarfsfélagi minn er rosalega klár og við vorum að tala um alheiminn... eins og hann leggur sig:) ekki slæmt umræðuefni á föstudagskvöldi:) hvort að maður myndi sjá sjálfan sig ef maður væri í geimskipi á ljóshraða og snéri sér hratt við... ? fyrsta lagi gætirðu ekki snúið þér hratt við ef þú værir á ljóshraða því þú yrðir óendanlega þungur.... hverfandi líkur á því að þú værir ennþá til á ljóshraða sem sagt:) ef þið hafið einhvern áhuga á svona þá lærði ég margt á því að surfa hérna:)

núna ætla ég að fara að sofa:)

Engin ummæli: