mér leið eins og það væri komið sumar í morgun:) fór ekki að sofa fyrr en að verða fimm síðustu nótt en reif mig á fætur níu í morgun og í sturtu... það var bjart og líkamlega vont að fara á fætur vegna þeytu - ég veit að í hugum margra eru þetta ekki mjög sumarlegar aðstæður - fyrir utan birtuna - en einkennandi fyrir sumrin mín greinilega:)
fór með guðsyni mínum að gefa öndunum brauð, skoða bátana við gömlu höfnina, spjalla við sjómenn og að lokum heim til mín í piparmyntukex og Shrek. Sóttum mömmu í hádeginu og fórum heim til að búa til "strákasteik" þegar þau voru að steikjast komu systir mín, maðurinn hennar og stelpurnar þannig að mamma vippaði upp nokkrum "pæjubrauðum" um leið... til útskýringar þá er strákasteik og pæjubrauð kölluð "french toast" á öðrum heimilum en verður mun girnilegra þegar það heitir eitthvað annað, meira peer-specific:) ... allur matur heima hjá mömmu kallast eitthvað annað en heima hjá öðrum mömmum, við borðuðum til dæmis alltaf Róbinsó-Krúsó-mat þegar mamma var að taka til í ísskápnum:)
fullt af merkilegum hlutum að gerast annars, vissuð þið að ef þið hringið í heimasímann minn þá svarar Vegagerðin á Sauðárkróki stundum símanum, sömuleiðis ef þú ert að reyna að ná í Vegagerðina á Sauðárkróki eldsnemma á morgnanna til að fá einhverjar upplýsingar eru allar líkur á því að þú náir sambandi við mig, vekir mig og fáir einhverja drauma-þvælu-vitleysisupplýsingar þangað til ég skelli á þig fyrir að vera tillitslaust fíbl sem leyfir heiðarlegu vegagerðar-sambandslausum stelpum ekki að sofa út:)
fór á Meistarann og margarítuna í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær - mæli hiklaust með þessari sýningu:) kveið rosalega fyrir að fara því ég er ekki leikhúsmanneskja almennt og vissi ekki hvort ég þyldi að sitja gegnum 3 klukkutíma langa sýningu en það var skyldumæting hjá skólanum (verð að skrifa gagnrýni um verkið) og ég sé ekkert eftir því:) húmor, nekt og ofbeldi, flott sýning í alla staði og ég skemmti mér glampandi vel:) komst líka að því að Sólveig Guðmunds., sem var með mér í bekk meirihluta skólagöngu minnar, lék stórt hlutverk í sýningunni og stóð sig einstaklega vel:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli