fimmtudagur, september 09, 2004

Rosalega er Þjónustuver Símans góð hugmynd:) ég er búin að ætla að hringja í þá í næstum tvær vikur en ég hef ekki gert það fyrr en í morgun, því ég hef ekki verið við tölvuna mína á opnunartíma þeirra undanfarið. Málið er nefnilega að ég er búin að fá mér nýtt email, fyrranafnseinnanafnmínusdóttir@simnet.is (þetta voru dulkóðuð skilaboð, þeir sem ná að dísæfera nýja emailið mitt og senda mér skilaboð fá verðlaun:)) en ég gat ekki tengst póstserverinum, þetta var að gera mig verulega pirraða eins og gefur að skilja því mig langar til að fara gefa upp auðvelt email sem er ekki vinnuemail... anívei, loksins er opið hjá þeim, ég hef tíma til að vera á hóld (jamms, ég var líka að bíða eftir tækifæri þar sem ég gat eytt hálftíma á hóld án þess að verða of sein í tíma/vinnu etc.) þannig að ég fer í nýja identitíið mitt, hef villuskilaboðin á skjánum fyrir framan mig og hringi .... og hlusta á eitthvað sixtís rokk í nokkrar mínútur og fer að leiðast biðin. Ég hugsa með sjálfri mér að ef ég held villuskilaboðunum á skjánum geti ég alveg farið fikta í þessu og þó ég týni þeim þarf ég bara að ýta á "send" til að sjá þau aftur, auk þess sem ég var að bíða eftir samtali við viðgerðamann ef ég klúðraði einhverju .... 12 mínútum og 37 sekúndum seinna er ég ennþá á hóld en ég er búin að senda email!!! þannig að ég skellti á:)

Fídel komst að því í gærkvöldi að við búum í fjölbýlishúsi, held hann sé ennþá í sjokki;)

Engin ummæli: