þriðjudagur, september 21, 2004

ég er pirruð á hárinu á mér... mér finnst það bæði of stutt og of sítt:) ábyggilega krísa sem margir stutthæringar lenda í en ég er alvarlega að hugsa um að gera eitthvað í því, kannski ekki í kvöld því ég á bara græn leikfangaskæri sem eru með límklessum og málningu eftir eirðarleysiskast helgarinnar ... það eru sem sagt klessurnar sem koma í veg fyrir að ég vilji setja þau í hárið á mér ekki sú staðreynd að þau eru græn. Það er líka annað sem er að stoppa mig, ég hef aldrei klippt hár og alls ekki mitt (nema eftir slys einu sinni en ég var með svo sítt hár þá að það sást eiginlega ekki neitt) - fyrir ári var ég með sítt hár, það er að vísu komið aðeins meira en eitt ár núna... áður en ég klippti mig var ég verulega upptekin af því að "halda síddinni" í hvert sinn sem ég fór í klippingu, jújú, klippa, en ekki neðan af því... einmitt:) ég hef enga komplexa núna varðandi það að klippa hárið á mér, ég hef nefnilega komist að gífurlega merkilegri staðreynd, þið vitið þetta ábyggilega en fattarinn minn er frægur fyrir að vera langur - hár vex:)!!! sama hvað ég geri við lubbann á höfðinu á mér þá þarf ég ekki að bíða nema í nokkrar vikur og klippingin sem var í því er horfin... kannski ekki horfin en orðin svo "síð" að hún hefur misst "tilganginn", ef það er hægt að segja að klipping hafi tilgang... annars... klippingar hafa tilgang ... jújú, ég ætla ekki að klippa á mig mullet þó að þeir séu sniðugir, business at the front - party at the back! Words to live by;)

Engin ummæli: