Aftur kominn mánudagur og ný vika byrjuð, núna eru bara tvær vikur í að ég fari til útlandanna!! Ég er að fara í frí!! Hrikalega verður það fínt:) Held samt að ég kunni ekkert að vera í fríi? Ég er búin að vera að hugsa um allt sem ég ætla að gera á meðan ég verð úti og mér reiknast til að ég þurfi að vera um það bil mánuð til að klára allt og hafa tíma til að sofa:) Spurning um að hætta við allt saman, fara óundirbúin fyrir allan tímann sem ég mun hafa aflögu og í almennilegt frí?
Það er hins vegar alveg nóg að gera hjá mér þangað til ég fer ... ég verð að gera íbúðina fína því það verður búið í henni á meðan ég er úti (ef innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá verður grimmur köttur og fírs kattapassari á svæðinu:)). Íbúðin er alveg í lagi finnst mér en þegar ég lít á hana með augum einhvers sem er ekki vanur henni þá má margt betur fara og það verður að laga:)
Ég fékk bréf í dag frá fyrrverandi samstarfskonu og laumulesanda, takk kærlega fyrir það!! Ég leyfði samstarfsfólki mínu að lesa það hjá mér, enda ekki prívat beinlínis og þau unnu öll með henni líka (vona að það hafi alveg verið í lagi??). Yfirmaðurinn las það sem sagt og hann komst að því að ég er með blogg ... í tilefni af því má ég kalla hann "gaur" á síðunni minni, honum fannst "yfirmaður minn" (sbr. síðustu færslu) alltof formlegt:) ... og honum fannst myndin hérna hægra megin vera alveg eins og Paul Young ... þá er komið mál að skipta:) Þetta er alls ekki Paul Young heldur kóngurinn!!
Lifi óformlegheit, lifi frí og lifið heil!
mánudagur, nóvember 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hélt einmitt að þetta væri Paul Young. Obbosí!
Gaman að heyra að þú sért að fara í frí.
Þú átt það skilið.
Já, er litli "hugrakki" kisi enn á lífi.
Nafni hans í raunheimum var eitthvað veikur um daginn.
Paul Young hvað ?
Ég kann líka eitt með honum.
Kann meira af lögum með Elvis.
Kveðja frá
Leynilegum Aðdáanda.
Skrifa ummæli