Stutt skilaboð til að fyrirbyggja misskilning og til að fólk sé áfram vinir mínir þrátt fyrir að það haldi að ég hafi hundsað það í heilan dag:
ég setti msn upp í tölvunni hans pabba fyrir langa, langa löngu og stundum tekst honum að logga sig inn sem ég ... en hann skilur ekki msn og gerir þess vegna það sem honum hefur verið sagt að gera við pop-up glugga, hann ýtir á X :) hann var að segja mér að "litli maðurinn minn á skjánum" (við höfum rætt þetta áður ...) hefði verið að tala við sig í dag og spyrja hvort hann væri ekki í vinnunni (sérlega ruglingslegt því hann er kominn á eftirlaun), hvort hann þetta væri hann og hvort hann væri þarna - síðustu tvær fannst honum mjög sérkennilegar :)
ég var ekki inná msn í dag en ég er búin að logga mig út af því hjá pabba núna og ætla heim í sturtu og fá mér að borða og fara að sofa því það er óveður og ég er þreytt og ætla á útiæfingu í fyrrmálið ... nokkuð sem mér finnst í augnablikinu vera hrein geðveiki en ef ég fer ekki fæ ég harðsperrur og samviskubit:)
aðeins 11 dagar í fríið:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahahaha það er sko skrítið þegar tölvan er farin að efast um hver þú ert:D Ég var sko ein af þeim sem sendi þér skilaboð bara svona að gamni en svo sofnaði ég í sófanum og þegar ég vaknaði var slökkt á tölvunni (batteríið búið) og ég var einmitt að hugsa hvort þú hefðir nokkuð svarað og haldið að ég nennti ekki að tala við þig....
Skrifa ummæli