mánudagur, október 30, 2006

Eftir hádegi ...

... dagurinn er ekkert minna furðulegur núna. Yfirmaður minn tilkynnti mér að ég mætti fara á námskeið sem mig langaði til að fara á í vinnunni, ég fagnaði innilega og ég er ekki frá því að ég hafi klappað nokkrum sinnum. Það kemur stundum fyrir að ég gleymi mér í gleði eins og þegar ég sá Mýrina í síðustu viku, þegar myndin kláraðist klappaði einhver í salnum og ósjálfrátt klappaði ég líka með af innlifun.

Námskeiðið virkar ofsalega spennandi og ég hlakka mikið til, það heitir Pappír: eiginleikar og umgengni
... kannski er kominn tími til að skipta um vinnu ef pappír kallar fram fagnaðarlæti?

... pappírablæti?

þetta rímar:)

Góðar stundir

2 ummæli:

theddag sagði...

Það þarf greinilega litið til að gleðja þig :)

Nafnlaus sagði...

Ef þú ferð í framhaldi af námskeiðinu að veggfóðra hjá þér, þá má segja að þú sért með pappírsblæti, held ég?