Ofsalega var vetrarlegt í dag:( ísjökulkuldi og mikið var ég þakklát fyrir að það skyldi haldast nokkuð þurrt milli átta og fimm;)
Kannski var það vegna þess hve vetrarlegt var úti í dag að ég fattaði ekki hvað ég var að lesa á bílnum fyrir framan mig þegar ég sat á ljósum í dag. Þetta var sendiferðabíll og á vinstri hurðinni stóð "mar" og á þeirri hægri stóð "kisur" og fyrir neðan var símanúmer og heimilsfang minnir mig ... ég las þessi tvö orð aftur og aftur og aftur en heilinn á mér fattaði þau bara alls ekki, hann náði engu taki á þeim og á meðan þau hringsóluðu í galtómu heilabúinu eins og flugur í tómri tunnu velti einhver innri meðvitund því fyrir sér hvernig svona sjókettir væru og afhverju fólk sem fengi sér svoleiðis vildi fá sér kisur sem fíluðu að vera í sjónum og hvort þessir kettir væru stærri en ruslatunnukisar eins og Fídel og þegar ég var farin að velta því fyrir mér hvað í ósköpunum svona sérræktaðir kettir kosta smullu orðin saman - markisur - ekki sjókisur heldur regnhlífar utaná hús, kjáni get ég verið;)
Talandi um ketti þá er Seifur kominn í heimsókn aftur, verður framyfir helgi og kom síðasta sunnudag ... ég held að Seifur sé botnlaus, á hverjum morgni síðan hann kom hefur hann komist í eitthvað um nóttina sem ég hélt ekki að kisur borðuðu? Fyrstu nóttina vaknaði ég við að hann var að smjatta á snakki, nótt númer tvö vaknaði ég við að snakkskálin skall í gólfinu því ég hafði sett plast yfir hana áður en ég fór að sofa svo hann væri ekki að borða þessa óhollustu og núna í morgun vaknaði ég við að ákveðinn kisi hafði komist í vínberjaklasa sem ég hafði í kæruleysi skilið (plastað!!) eftir á borðinu ... Seifur er eins ævintýragjarn og Fídel er vandlátur, erfitt að finna ólíkari ketti held ég;)
en talandi um mat, afhverju heitir hrásalat hrásalat? er það ekki í eðli salats að vera hrátt? afhverju notum við orðið bara fyrir hrásalat en ekki salöt almennt sem eru öll hrá hvort sem er? ... bara að spá:)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Veistu, Garún, mér finnst bara ekkert óeðlilegt að þú skyldir sjá sjóketti út úr orðinu, svona í ljósi blautveðursins í gær.
Svo ætla ég að senda þér síðbúnar afmæliskveðjur og láta þig vita að ég var game fyrir afmæli 27. ágúst, hehe. Laufeyju fannst gaman og sms-aði mér (skil ekkert í því að hún kommenti ekki hér sjálf).
Hef svo margt meira spaklegt að segja en með aldrinum hellist skilningurinn yfir mig þannig að ég læt staðar numið.
Heja Yoda,
Berglind Steins
Góður punktur með hrásalatið.
Skrifa ummæli