ég hef alltaf sagt að fólk er furðulegt... á laugardagskvöldið vorum við Jónas í pásu milli rétta og sátum í setustofunni á Carúsó, þar var bresk fjölskylda að velja sér mat af matseðlinum og ég fór að spjalla við þau. Ég veit ekki hvað þau voru að lesa en þau voru öll svo sátt við að geta fengið sér bjór eins og ekkert væri - einhvers staðar höfðu þau nefnilega lesið/heyrt að áfengi væri bannað á Íslandi nema þrjá daga vikunar og þau voru ekki viss um hvort áfengi væri hugsanlega bannað á laugardögum... hugsið ykkur ef það væri bannað að drekka fjóra af sjö dögum vikunar:)
... í gærkvöldi á kaffihúsinu bað einn viðskiptavinurinn um poka því hann var með eitthvað dót með sér, þegar hann var farinn sáum við að það voru sígarettustubbar á disknum hans og öskubakkinn var horfinn þannig að Celine hljóp á eftir honum út, hann var ekki kominn langt með öskubakkan okkar í pokanum sem hann bað okkur um - ég man ekkert orð yfir svona hegðun akkúrat núna, tjíkkí á ensku:) næst þegar ég sé hann, hann er eiginlega fastagestur, ætla ég að henda honum út ... henti manni út í gær líka, pís of keik því ég var enn svo reið yfir tilrauna-öskubakkastuldinum - hvað er að fólki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli