miðvikudagur, júní 16, 2004

mig vantar:
tölvu
vídeótæki
fána og blöðru í tilefni morgundagsins

ég er í vinnunni og á í raun ekki að vera að skrifa þetta en ... þá verð ég bara rekin:) merkilegt við þessa vinnu hvað ég festist í henni, þessar fyrirsagnir síast inn og þótt ég sé ekki að lesa blöðin þá finnst mér eins og ég sé stödd 1960ogeitthvað nema að ég veit hvað á eftir að gerast, ég veit til dæmis að þeim mun takast að lenda á tunglinu (nokkuð viss að minnsta kosti:))... soldið furðulegt að vita hvað muni gerast í framtíðinni þegar verið er að lesa gömul dagblöð, til dæmis í seinni heimstyrjöldinni var ráðist á skip fyrir norðan landið, Súðin, en svo hét skipið, rétt komst í land eftir árás þýskra orrustuflugvéla og allir lifðu af nema kyndarinn ... þegar við vorum að taka myndir af árinu á undan sáum við auglýsingu: "Kyndara vantar á Súðina" ... ekki ráða þig!!!! ekki taka þessari vinnu!!! dagskrá Kennedy þegar hann ferðaðist um landið örlagaríka haustið sem hann var drepinn, ekki fara til Dallas!!! Amelia Earhart ætlar að fljúga ein yfir Kyrrahafið, ekki fara!!!!

gallinn er samt sá að núna þegar ég er að lesa Moggann eða Fréttablaðið langar mig til að vera 20 árum á undan og sjá hvað gerðist:)

Grillveisla í kvöld og 17. júní á morgun, fyrir utan að eiga ekki tölvu sem virkar er lífið bara þokkalega fínt:)

Engin ummæli: