mánudagur, júní 21, 2004

Mánudagur í Borg óttans

svo bregðast krosstré sem önnur, í kvöld er ég, svarin og gildur limur antisportista samfélagsins, að fara að keppa í fótbolta... minn vinnustaður skoraði á vinnustaðinn hinum megin við götuna í fótboltakeppni, Egils gaf okkur bjórinn, Bónus gaf okkur treyjurnar og yfirmaðurinn minn gaf mér tvo valmöguleika, að vera með eða vera með - auðvitað eigum við eftir að vinna hitt liðið, fyrir utan það hvað ég mun vera gagnleg þá erum við með einkaþjálfara, tvær löggur, unglingalandsliðsmann í körfubolta, kúlista af guðsnáð og tjokkó í okkar liði - hitt liðið er víst aðallega "gengilbeinur" og kjötétandi kokkar:)

wish me luck:)

Engin ummæli: