Góðan og blessaðan:)
ætlaði að sofa út í dag en það gekk ekki betur en að ég er glaðvöknuð, búin að vaska upp, búa um, ryksuga og taka til... núna er ég að horfa á formúluna (Go Button!!) og skrifa email en tölvunni virðist vera eitthvað illa við email forritið mitt því allt frýs reglulega ef ég er með einhverja stæla... eins og að sverta setningu til að skrifa eitthvað annað í staðinn og byrja að skrifa án þess að ýta á delet (kemur út á það sama í flestum tölvum), bíða tilskilinn tíma þar til systemið hefur móttekið að umrædd setning verði ekki með og sætta sig við það... eins og fleiri gamalmenni sættir tölvan mín sig illa við allar breytingar, frýs og drepur á sér.... núna er planið að hjóla niður í Byko eða Húsasmiðjuna (ef þær eru opnar - tékk á því þegar ég er búin að skrifa þetta, tölvunni er líka illa við að ég sé að gera eitthvað tvennt í einu...) og kaupa mér nokkur verkfæri sem ég þarf til að auðvelda mér lífið. Ef þið eigið í einhverjum vandræðum með að finna gjafir handa mér þá langar mig í fleiri verkfæri:) ... gjafir segi ég því ég ætla að halda uppá afmælið mitt í ágúst, oft hef ég lofað því en núna verður það efnt, almennilega og með stæl - hugsanlega mögulega hef ég eitthvað þema? ef þið hafið einhverja uppástungur er öllum frjálst að nota kommentakerfið til að tjá sig um persónulegar óskir ... ég áskil mér rétt til að hlusta ekki á ykkur hins vegar:)
Talandi um þema þá fór ég í stúdentaveislu um daginn og þemað var "Gull og grænir skógar":) allt grænt og gulllitað, gulllitaðir pappadiskar og grænir plastgafflar til dæmis. Stelpan sem var að útskrifast var í hvítum og grænum kjól, grænn "upphlutur" (bodice??? hvað heitir þetta??) og hvítt pils með grænum doppum í stíl við það var grænt kokkteilkirsuber í óáfengum gulllituðum fordrykk... þau sukku öll á botninn en mitt flaut af einhverjum ástæðum... sniðugt samt því ég þekkti alltaf glasið mitt fá öllum hinum:) fyrir þá sem þekkja söguna þá var þetta sama stelpan og hélt grímuball þegar hún varð sex ára en hætti við það eftir að afmælið hófst... núna er hún í Króatíu í útskriftarferð - mig langar til Króatíu:) annars er ég að plana ferð næsta haust til útlanda, eina eða tvær vikur... veit ekki alveg hvert mig langar samt, á hverjum degi kemur ný borg til greina og þessa helgi hefur ný hugmynd verið að þróast sem hefur ekkert með borgir að gera... en ég þarf að tékka aðeins betur á því öllu saman:)
Við lokuðum eitt í nótt, það var ekkert að gerast, ekki neitt... svo lítið að við tókum hillurnar niður til að þrífa þær almennilega báðum megin... þá er það slæmt:) ég hefði líka sleppt því að fara á kaffihús í gærkvöldi ef ég hefði ekki verið að vinna, veðrið var frábært þó að það vantaði kannski smá sól ... ætli Brynja á Laugaveginum sé opin?
sunnudagur, maí 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli