fimmtudagur, maí 20, 2004

þetta er í lagi:) merkilegt... ég er búin að vera að skoða þetta nýja lúkk (sem er ábyggilega ekki nýtt fyrir neinum öðrum en mér nema það hafi verið sett upp í nótt??):) og það er bara frekar flott:)

langt síðan síðast og hvað er ég búin að vera að gera spyrjið þið kannski?? raunverulega kemur það ykkur ekki rassgat við og það sem meira er þið hafið ábyggilega engan áhuga á því:) en þá sleppið þið því bara að lesa ef ég skyldi fara að segja eitthvað um athafnir mínar undanfarið, er það ekki?

þegar ég er í prófum er ég ómöguleg! ég verð hreinlega að taka tölvuna úr sambandi til að vera ekki sífellt á netinu svo sting ég henni í samband og fæ eitthvað eitur í hana:( ekki sátt ... veit annars einhver hvað "actulice" er? tölvan virkar alveg núna en ég get ekki slökkt á þessu "modf" glugga sem kemur alltaf upp.... ég hlakka ótrúlega til þess að kaupa mér nýja tölvu!! ég ætla að kaupa mér tölvu með svo rosalegum vírusvörnum og sekjúrití að ég þarf að skrifa password til að geta ýtt á on-takkann:)

að öðru, ég er með Skjá einn í gangi og núna er myndband með Ceres 4 (einn gaur eingöngu í buxum með míkrófón og tvær stelpur í bikiníhaldara og sokkabuxum), lagið er Klofvega í því hljómar viðlagið svona:

sestu á mig klofvega,
klofvega,
sestu á mig klofvega,
alla vega klofvega,
alla vega klofvega,
alla vega klofvega....


heyrði ekki hvernig textinn sjálfur var:) ... aðallega vegna þess að viðlagið var endurtekið svo oft:)

ég er í fríi í dag og þessi frídagur kom eins og blaut tuska úr heiðskíru lofti, var ekki búin að fatta að það væri heill frídagur svona í miðri viku, hann kom án viðvörunar - ekki misskilja mig, ég er þvílíkt sátt! vaknaði að vísu fáránlega snemma þrátt fyrir allar tilraunir til að sofa lengur, það á ekki að vera hægt að vakna hálftíu á frídegi!!! ég hef samt notað tímann vel:) ég horfði á Kill Bill áðan og hún er snilld:) hugsanlega mögulega fannst mér hún svona góð vegna þess að ég bjóst ekki við miklu? en ég get ekki beðið eftir að sjá mynd númer tvö:) ... það er meira að segja verið að sýna hana í Regnboganum í kvöld, kannski ég fari í bíó?:)

Engin ummæli: