jamms... ekki dauð... sit inná Gaza með kaffibolla eftir matinn því ég má ekki fara með hann lengra, ekki inn þar sem ég er að vinna sem sagt þannig að ég neyðist til að drekka hann hérna:)
hvað er að frétta? í gær voru litlir strákar að labba hringinn um bókhlöðuna á syllunni, alveg upp við húsið og að passa að þeir dyttu ekki í "síkið" (þetta er EKKI síki samt... meira svona pollur...). Einn kom að glugganum mínum og brá svo þegar hann sá mig að hann datt næstum útí, þegar hann var búinn að jafna sig kallaði hann til vina sinn, "hei, strákar, komið hingað það er kona hérna!! hún sér mig!!" hnuss..... ég er ekki kona!! ef ég væri kona væri ég orðin stór og ætti heimabíó og tölvu sem héldi sér vakandi lengur en hálftíma í einu:)
það komu gaurar inn á kaffihúsið um daginn sem vildu kaupa flöskubjóra en áttu bara nóg fyrir einum þannig að við seldum þeim bjór í plasttónikflösku fyrir afganginn... þeir voru himinlifandi og lofuðu að koma aftur til okkar... hef að vísu ekki séð þá ennþá...
þegar við vorum að loka kaffihúsinu í gær koma stelpan úr næsta hús og vildi fá "sykur og gos með sykri og súkkulaði og eitthvað sætt og eitthvað að drekka" .... það var einn viðskiptavinurinn að fara í sjokk á húðflúrunarstöðinni og alltaf að líða yfir hann... hver fær sér húðflúr klukkan hálftvö um nótt á fimmtudegi?
1963... ég er að læra allt um þetta ár í dag... veit slatta um margt af því sem kom áður, Marilyn Monroe dó og það var sjokk á Íslandi, Gina Lolabrigida kyssti Juri Gagarin og hann roðnaði, "járntjaldið fellur" stóð á forsíðu Moggans 15. ágúst 1961 síðan þá hafa komið reglulega myndir af hermönnum með byssur og grátandi fólki sem fær ekki að hittast, geislavirkt ský kom yfir landið þetta sumar og mældist 7 (veit ekki hvað það þýðir að vísu...) .... eftir að hafa flett öllum þessum tölublöðum og lesið fyrirsagnir Kalda stríðsins þá er ég orðin frekar hrædd við Rússana ... fyrir nokkrum vikum var ég hrædd við Bandaríkjamenn - ég er líklega orðin veruleikafirrt af að vinna svona mikið:)
föstudagur, maí 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli