Jæja Valgerður, það er kominn linkur á þig:) loksins:)
í gær var hið árlega gókart mót kaffihússins og ég vann gullmedalíu:) mætti með hana í vinnuna og allt saman... en ég vann að vísu ekki með hana því hún var alltaf fyrir þegar ég var að fara með súpur á borð og dæla bjórum og þannig en ég hengdi hana upp þegar ég kom heim og hún fer rosalega vel í stofunni hjá mér:) þetta var geðveik keppni, allir að fara yfirum af keppnisanda og allir ætluðu að vinna, bílar að snúast hægri vinstri (á þurri braut), ég lenti í árekstri við Böggles sem missti stjórn í beygju sem ég var á leiðinni í og ég gat ekki neitt gert nema beygja undan og skella á honum, ein fór í dekkjavegginn og braut stýrið sitt, einn fór á ágætum hraða í beygju og dekkið flaug undan bílnum, bíllinn í dekkin og ökumaðurinn út í móa... þetta var snilld!!! ef þið hafið ekkert að gera og eigið pening (þetta er dýrt...) þá mæli ég hiklaust með gókarti í Reykjanesbæ - þið fáið galla og hjálm og allt:)
Erla og Atli kíktu í heimsókn í vinnuna mína í gær:) takk fyrir komuna! Hannes kom líka en þá var of klikkað að gera til að segja meira en hæ... það var frekar mikið að gera í gær, allt kvöldið, engin lægð á meðan fólk borðar kvöldmat eins og stundum en líklega var það vegna þess að allir voru búnir að fá útborgað?
við fengum 13 manna steggjapartý frá Englandi í heimsókn, allir í Gull - The Viking Bear og refsiskot, einn gaur fékk sér kaffi og varð að taka refsiskot, annar fór tvisvar á klósettið á einum bjór og varð að taka refsiskot... þeir voru mjög fullir:) ég held ég hafi samt aldrei séð annan eins hópþrýsting... á sama tíma vorum við með fjögurra manna afmælisveislu sem söng og hafði miklu, miklu hærra en steggjapartýið - en það var allt í lagi vegna þess að þetta voru félagar mínir úr sigurliðinu í fótboltanum um daginn:)
fyrr um kvöldið kom Augun og sat í nokkra klukkutíma á borðinu sínu... við köllum hann Augun en mamma hans kallar hann ábyggilega eitthvað annað... þetta er útlendingur sem virðist ekki tala neitt ákveðið tungumál, allt sem hann segir er blanda af ensku, þýsku, frönsku, umli (aðallega) og bendingum... sem betur fer bendir hann vegna þess að annars væri ábyggilega verulega erfitt að afgreiða hann:) hann sest alltaf á sama borðið í horninu, pantar sér mismunandi rétti (sem er fremur óeðlilegt því yfirleitt pantar "svona fólk" sér alltaf það sama, eitthvað í comfort zoneinu sínu...) og situr svo í tvo til þrjá tíma og reynir að vera ósýnilegur. Honum tekst það næstum því en við tökum alltaf eftir augunum í honum, þess vegna köllum við hann Augun... verulega furðulegur gaur og ég er fegin að fá hann ekki heim til mín í sunnudagsmat!
búin að vera vakandi í meira en tvo tíma þó ég hafi ætlað að sofa út, einhvers staðar í hverfinu er verið að grafa í gegnum granít með ósmurðri gröfu... ætla að fara að gera eitthvað núna, innivinnu því veðrið er ... ógisslegt:(
laugardagur, júlí 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli