fimmtudagur, júlí 08, 2004

það er föstudagur á morgun og í tilefni fimmtudagsins koma hérna nokkrir frá árinu 1950:

Herbergisþjónn: "Hringduð þjer bjöllunni, herra?"
Reiður gestur: "Nei, kirkjuklukkunum, Jeg hjelt þjer væruð dauður."

Mjög horaður maður mætti mjög feitum manni í anddyri.
"Eftir útliti yðar að dæma", sagði sá feiti, "mætti halda, að það hefði ríkt hungursneyð."
"Og eftir útliti yðar að dæma," sagði sá horaði, "mætti halda, að þjer hefðuðu orsakað hana."

Einfalt mál.
Hópur af ferðamönnum í Arizona mætti Indíána ríðandi á hesti. Kona gekk við hlið hans og kiknaði undan þungri byrði.
"Hvers vegna er ekki konan ríðandi?" spurði einn ferðamaðurinn.
"Hún hefir engan hest."

Gætið háttvísi.
Viðskiptavinur: "ÞJónn, þessi rjúpa er viðbjóðsleg."
Þjónn. "Uss, herra. Talið aldrei illa um hina dauðu."

13. ágúst 1950, blaðsíðu 10.


dadramdam!

Engin ummæli: