fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Þá er ég komin til London ... ég er að skrifa íslenska stafi á útlenskt lyklaborð þannig að það er gott að ég veit hvar allir stafirnir eru blindandi því það eru engin merki á tökkunum:) ég er lík að horfa á Finding Nemo, keypti hana í gær og hef aldrei séð hana... við byrjuðum að horfa á hana í gærkvöldi en ég held ég hafi sofnað því ég veit ekki hvort Nemo finnist:) ég er samt nokkuð viss um að hann finnist - blái fiskurinn er hrein snilld:) Ellen Degeneris leikur hana held ég... "wait a minute, I speak whale!!" hehehehe

anívei, ég borðaði vísunda mozzarella í morgun, samloka með vísundamozzarella - hljómar vel er það ekki? rosalega vel, vísunda-ostur!!! mér fannst ég vera geðveikt hugrökk sérstaklega þar sem ég borðaði veruelga góða pizzu í gærkvöldi með hráu kjöti... en það er önnur saga... vísundaosturinn var gersamlega, algerlega, hundrað prósent bragðlaus - ekkert, ekkert bragð .... bara að vara ykkur við:)

ég ætla að fara í snögga sturtu en Hannes ætlar að blogga næstu færslu:)

góðar stundir

Engin ummæli: