... eða næst... eða ekki:) ... það er ástæða fyrir því að hann er ekki með blogg sjálfur... EN ég gladdi heilan hóp af strákum í gær, alveg marga marga - alltaf gaman að geta glatt fólk og leyft því að byrja fríið á brandara og skemmtilegheitum, sérstaklega þegar það er ekki einu sinni kominn dagur.... ég bað nefnilega um sæti vinstra megin í vélinni til að geta séð eldgosið út um gluggan og fékk sæti 4A, en ég var ekki vakandi þegar ég fór inn í vélina þó ég væri löngu komin á fætur... ég sem sagt labbaði inn og hlammaði mér beint í sæti 5F, ekki rétt sætaröð og alveg hinum megin í vélinni:) ok... svo koma einhverjir strákar og hrofa á mig og svo miðann sinn, aftur á mig og ég fatta að kannski er ég ekki alveg á réttum stað og spyr: er ég í vitlausu sæti? er þetta ekki fjórða röðin?
nei, þetta er fimmta, svöruðu þeir þannig að ég ákvað að redda þessu eins hratt og ég gat, henti töskunni minni yfir sætið og kom mér eins fljótt og ég gat í sætið fyrir framan mig - en þeir héldu áfram að horfa á mig....
er þetta ekki rétt hjá mér?
ertu í 4F? spurðu þeir og ég roðnaði.... mikið og færði mig, aftur, þangað sem ég átti að vera EN ég sá eldgosið:)!!!
... það er þráðlaust net alls staðar í London ....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli