föstudagur, ágúst 06, 2004

Ég var göbbuð! það voru tveir þjónar og kokkur (held ég) að fá sér drykk eftir vinnu hjá okkur áðan... þau voru búin að fá sér nokkra bjóra, hvítvínsglös og gos (kokkurinn var edrú) og stelpurnar voru greinilega farnar að finna vel á sér:) klukkan kortér í eitt kom önnur þeirra upp að barnum og spurði hvort við lokuðum eitt og þegar ég sagði já spurði hún hvort þau mættu sitja inni þangað til þau væru búin með glösin? ég leit á borðið, hún átti hálft bjórglas eftir og vinkona hennar átti þriðjung eftir af hvítvíninu sínu - gaurinn var búinn með gosið sitt - jú, sagði ég það er ekkert mál og fannst hún verulega tillitsöm að spyrja að þessu þangað til hún pantaði annan bjór, hvítvín og appelsín.... auðvitað gat ég ekki ekki selt henni þetta því það var kortér í að við lokuðum og hún var búin að spyrja - hún gabbaði mig!! hehehehe soldið gott trick samt;)


Engin ummæli: