mánudagur, ágúst 30, 2004

Ég vil þakka öllum sem komu á föstudaginn kærlega fyrir komuna og ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel:)

Var að koma úr vinnunni... get ekki sofnað vegna þess að ég var svo "sniðug" að leggja mig í dag áður en ég fór að vinna þó ég hafi ekki verið að gera neitt erfitt í gær... líkami minn er greinilega ekki vanur því að fá að sofa svona mikið:) er að horfa á lokahátíð Ólympíuleikanna og það er allt svo þrungið merkingu að þulurinn er ennþá að segja hvað dansinn á að þýða þegar sá næsti er byrjaður en núna heldur hann kjafti því það er halarófa af fólki að hlaupa með kúta í sumarfötum sem passa hvorki á einstaklingana né saman ... þau eiga ábyggilega að vera túristar? get ekki séð að þau séu að túlka einhverja goðsöguna með nútímadansi? túlkun hefur að vísu aldrei verið mín sterka hlið svo hver veit?:)

Ég olíubar nýju tröppurnar mínar í dag, fyrri umferðina, þannig að íbúðin mín ilmar af antík olíu og þó ég hafi skilið svalahurðina eftir opnar er ég soldið hrædd um að kötturinn hafi orðið fyrir heilaskaða? hann hagar sér einkennilegar en venjulega þannig að annað hvort hafa gufurnar þessi áhrifa á hann eða hann hefur komist í terpentínuna? hvernig veit ég ekki alveg því hann hefur margsannað að hann er ómögulegur þegar kemur að viðhaldi og heimilsstörfum... köttur sem nennir ekki að ganga frá mjólkinni eða kveikja/slökkva ljósin er ólíklegur til þess að opna plastflösku með barnalæsingu og fá sér sopa, en það er aldrei að vita? það er svo margt sem ég skil ekki varðandi ketti og dýr almennt... og fólk, ég skil ekki fólk og ég skil ekki golf og krikket og hvernig fólk getur drukkið Guinness og Campari:) en ég skil V-Tec (stendur aftaná sumum bílum) og ég skil hvernig 155 hestafla Alfa Romeo getur tapað í spyrnu á móti 150 hestafla Volkswagen Golf:) það er vegna þess að að Ítalir skrá hestöfl vélarinnar en Þjóðverjar skrá hestöflin útí hjólinn og það getur munað alveg 20 hestöflum:) skemmtilegar samræður yfir pizzu í gærkvöldi veittu mér aukna innsýn inní heim véla og bíla... alltaf gott að vita hvernig hlutirnir virka:)

ég þarf ekki að byrja í skólanum á morgun... hélt ég þyrfti þess en núna þegar ég var að tékka á stundatöflunni (til að vera 100% viss - Eydís og Hrönn sögðu að þetta byrjaði á miðvikudaginn, en þær voru fullar;)) þá byrjar ekkert fyrr en á miðvikudaginn og meira á mánudaginn næsta .... gaman að þessu:) bara vinna næstu tvo daga, svo vinna og skóli og vinna og heimalærdómur og ritgerðir ... djeveikt stuð! en ég ætla í haustfrí til útlanda, þarf bara að ákveða hvert ég fer - einhverjar uppástungur??

ætla að reyna að sofna núna,
góða nótt;)

Engin ummæli: