sunnudagur, ágúst 01, 2004

Batman
það voru miklar pælingar í gangi í vinnunni í dag, hvaðan fékk Batman ofurkraftinn sinn til að mynda, Superman og Supergirl eru bæði geimverur, Spiderman var bitinn af kónguló en Batman... ég fór á netið og Batman er ekki með neina ofurkrafta, hann er ofurhetja en er venjulegur maður sem er ótrúlega klár:) hann og Sherlock Holmes væru verðugir andstæðingar ef annar þeirra væri vondur en þeir eru vinir samkvæmt fyrstu sögunum:) meðal þess sem Batman er með í gula tækjabeltinu sínu er fingrafarakit... hann er beisikallí svona ofur-Grisom úr CSI samkvæmt skilgreiningunni og álit mitt á Batman hefur stóraukist:)

He-Man
við vorum líka að pæla í He-man og kastalanum hans, mér fannst Castle Greyskull hljóma eins og kastalinn hans Skeletor, en kastalinn hans víst heitir Snake Mountain ... og ég finn ekki mynd af honum:) He-man heitir Prins Adam í alvörunni og er krónprins plánetunar Eterníu, sonur Randor konungs og Marlenu drottningar (hér eru þau ásamt Seiðkonunni og Orco). Hann fékk töfrasverð frá Seiðkonunni til að hjálpa honum verja leyndardóma Greyskull kastala fyrir hinum illa Skeletor ... en ég veit ekki hvort Greyskull kastali og kastalinn sem He-man býr í er einn og hinn sami... verð að leita betur .... ok, Konunglega höllin er í Eternos konungsríkinu og heitir Eternos, plánetan heitir Eternía, og hér getið þið séð nákvæmt kort af landsvæðinu:)

var að komast að því að She-Re: Princess of Power er spin-off leikfang og sería ekki hluti af upphaflega ævintýrinu (sem by the way varð til vegna þess að Conan The Barbarian leikföng þóttu ekki uppeldisfræðilega skynsamleg...) She-Ra er tvíburasystir Adams og heitir Adora þegar hún er ekki ofurhetja:) Prins Adam gaf henni The Sword of Protection (sverðið hans heitir The Sword of Power) og hún segir "For the Honor of Grayskull......I am She-ra" til að breytast, Adam segir "By the Power of Grayskull......I have the Power" til að breytast í He-man og "Let the Power return" til að verða eðlilegur aftur - það er ekki vitað hvernig She-Ra breytir sér til baka í Adoru...

ég man ekki sérlega mikið eftir þáttunum en við vorum alltaf í He-man, Gunnar átti kastalann og Doddi í Næsta húsi átti allt... mér fannst alltaf skemmtilegast að vera Orco:) Prins Adam á að vera 18 ára í fyrstu seríunni, ég man ekki eftir neinum 18 ára unglingi sem hljómaði svona og leit svona út.... ég er búin að læra heilan helling um He-man núna og ég mæli með því að surfið aðeins um og lesið ykkur til um ofurhetjur, ég held ég sleppi því jafnvel að fara á æfingu á morgun;)

ef ég færi á æfingu á morgun hins vegar gæti ég verið skrefi nær því að líta út eins og Catwoman... og hvað um hana? sumir segja að hún hafi ekki ofurkrafta nema næmari skilningarvit, heyrn og þannig, sumir segja að hún hafi verið myrt og komið aftur til að komast að því hver myrti hana en varð háð spennunni sem fylgdi því að slást við vonda kalla... eða að vera "vondur kall" sjálf ... í sjónvarpsþáttunum var hún oft skilin eftir í óvinnanlegum aðstæðum og Batman sagði þá við Robin: "þetta verður í lagi, hún kemur aftur - kettir eru með níu líf" ... miðað við allar sögurnar, þættina, myndirnar og leikkonurnar þá held ég að Catwoman hafi lifað oftar en níu sinnum:) ég er búin að lesa heilmikið um hana í kvöld og... fyrst var hún gimsteinaþjófur, svo milli 1940 og 54 var hún minnislaus glæpamaður fékk svo högg á höfuðið og mundi allt í einu að hún var flugfreyja sem lenti í flugslysi og fékk sjokk þegar hún fattaði hvað hún hafði verið að gera í nokkur ár, hún bætti ráð sitt og opnaði gæludýrabúð... á tímabili var ekki víst hvort hún væri köttur eða leðurblaka en það var ekkert á milli hennar og Batman í þessum heimi en í annarri vídd átti hún barn með honum, The Huntress, samanber Birds of Prey sem Skjár einn sýnir þessa dagana... eða sýndu þegar ég var lasin um daginn;) 1987 kom ný útgáfa eftir Frank Miller og þar átti Catwoman að hafa verið munaðarlaus og vændiskona áður en hún varð þjófur... og '92 túlkaði Michelle Pfeiffer hana sem ritara veggjalús sem er næstum drepin og fyllist sjálfstrausti til að verða allt sem hún getur verið (hljóma eins og auglýsing frá bandaríska hernum hérna:)) en öðlast ekki neina ofurkrafta frekar en Catwoman í myndasögunum sem verið er að framleiða í dag um hana. Þar er varð hún munaðarlaus 12 ára, mamma hennar framdi sjálfsmorð og alkahólískur pabbi hennar dó, bjó á götunni þar til hún ákveður að feta í fótspor Batmans, fer að stela frá öðrum glæpamönnum, verður rík og deitar Bruce Wayne um tíma (Bruce Wayne AKA Batman) ... í nýjustu myndinni er Halle Berry grafískur hönnuður sem fattar leyndarmál yfirmanns síns, er næstum drepin (af honum væntanlega... hef ekki séð myndina, ennþá;)) en í stað þess að deyja öðlast hún hraða, styrk og skynjun kattarins - verulega kúl, þess má geta að Halle Berry er með sykursýki og hálfheyrnalaus en miðað við það sem ég hef séð úr myndinni skemmir það ekkert fyrir;)

búin að læra nóg um ofurhetjur í kvöld ... mig á eftir að dreyma að ég sé að bjarga heiminum í nótt:)

1 ummæli:

Dolores Delgado sagði...

Athygli!!! Athygli!!! Athygli!!! Athygli!!!

Vantar þig einhvers konar lán ef Já samning minn herra Kresten Høglund sem hjálpa mér með lán bara nokkra viku er að baka, ég þarf bara að deila þessari umferð um heiminn til að láta fólk vita að það eru enn góðar hitaðar manneskjur í heiminum í dag. Ég tapaði í raun peningum til scammers á netinu allt vegna þess að ég var örvæntingarfullur fyrir láni. Þangað til ég sá athugasemd um hann, að hafa samband við hann ekki mistök en draumar koma í gegnum fyrir mig. Nú er ég hamingjusamur maður með fjölskyldunni. Hafðu samband við hann ef þú þarft eitthvert lán á
Netfang: findlending@hotmail.com