Ég auglýsi hér með eftir einstakling sem vill ættleiða um það bil fimm stórar kóngulær sem búa á svölunum mínum ... Fídel vill ekki fara út því hann labbar alltaf í vefina og veit ekki hvað er að snerta hann - kóngulóavefir og skíthræddir kettir eru ekki góð blanda;) hann sér kóngulærnar hins vegar ekki, held ég? veiðigenið er kannski bara dautt í honum? en ég sé þær og vil helst losna við þær... og nei, ég er ekki að fara út með sóp og sópa þær í burtu því þá fara þær í sópinn og hvað geri ég þá? næ í annan sóp? er ég þá ekki bara komin í vítahring áttfætla og hætti að geta sofið??? þær eru alveg ókeypis, fyrstur kemur fyrstur fær .... ég get reddað krukkum;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli