freistingar eru til þess að falla fyrir þeim er þaggi?... sumar freistingar eru líka nauðsynlegar, að minnsta kosti það sem freistar einstaklingsins ef það er hlutur, ég er ekki að segja að súkkulaðikaka með rjóma sé nauðsynleg en það getur verið fræðilegur möguleiki að það sé skynsamlegt að fá sér svoleiðis? segjum að þú þjáist af ógurlegum kalkskorti þá er rjómi góð hugmynd, ef þú ert gísl hjá skæruliðum eða keppandi í Survivor þá getur tilhugsunin um súkkulaðiköku hjálpað þér að halda geðheilsunni (þó getur hún gert nær útaf við þá sem eru í kringum þig samanber súkkulaðidrauma Jerri í Survivor Ástralíu - a selfproclaimed "total Snickers whore") svo er löngum vitað að það er sama efni í súkkulaði og líkaminn myndar þegar þú ert ástfangin þannig að súkkulaðikaka getur hjálpað þér í gegnum erfiðar stundir þegar ástarmálin eru í deyfð... líter af vodka getur að vísu gert alveg sama gagn samanber Bridget Jones´s Diary bömmerinn daginn eftir er ábyggilega svipaður:)
ég var að falla fyrir freistingu, ég keypti mér soldið sem ég þurfti á að halda en ... var ekki endilega algerlega nauðsynlegt:) ég er með mótorhjól í láni og í hvert einasta skipti sem ég hef stigið á það hingað til hefur byrjað að rigna, hellidembur, svo lendi ég í polli og ég rennblotna... gallinn þornar á núll einni en ég enda alltaf daginn með skó í þurrki og þarf að vera með aukaskó og sokka með mér ef ég er að fara í vinnuna (og fara í blauta skó eftir vaktina:/) .... mig sem sagt vantaði almennileg mótorhjólastígvél, vatnsheld, upphá og þægileg og eftir að hafa hugsað þetta og velt þessu fyrir mér ákvað ég að láta verða af því að kaupa svoleiðis:) fimm mínútur í sex fór ég inn í búð sem selur sérstaklega flotta skó sem ég var búin að máta nokkrum sinnum og keypti mér par - ógisslega flottir!!
til hamingju með nýju skónna:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli