ég er að kaffihúsast þessa dagana... ég er ekki alveg viss um að mig myndi langa til að eiga kaffihús? kannski ef það væri bara með þremur borðum, ef viðskiptavinir sem mig langar til að eiga samskipti við væru þeir einu sem létu sjá sig og ef ég þyrfti ekki að vera með neinn mat:) ... ég held að ég sé ekki manneskjan sem á að leggja þetta fyrir mig en það er fínt að standa í þessu í þrjár vikur - og fara svo í skólann:) mig langar rosalega mikið í skólann aftur;)
ég sendi út sms um daginn um íbúð sem er laus strax og til leigu sem fyrst en ég var að gera það á meðan ég var að gera annað þannig að ég er ekki alveg með það á hreinu hver fékk skilaboð og hver ekki þannig að í staðinn fyrir að senda þetta út aftur ætla ég að auglýsa gullfallega íbúð við gömlu höfnina til leigu:) horn-nudd-baðkar, geðveikt útsýni og húsgögn fylgja með - aðeins smekklegt og gott fólk kemur til greina auðvitað:) ekki há leiga og húsaleigubætur þannig að ef þið eruð að leita eða þekkið einhvern sem á sér ekki samastað núna eða bráðum látið mig endilega vita;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli