þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Ég er að reyna að finna email hjá öllum til að senda afmælisboð því það kostar fáránlega mikið að hringja í alla... það gengur nefnilega eiginlega ekki að segja bara:

hæþérerboiðíafmæliðmittáföstudaginnklukkantíuáannarrihæðveitingastaðarinsáhorninuáklapparstígoglaugavegiengarafmælisgjafirbarabaukurábarnumsemþú
ræðurhvortþúborgaríeðaekkihlakkatilaðsjáþigogmakaþinneðabestavinefþúerthrædd/urumaðþekkjaengannásvæðinuen
égætlaekkiaðhafaþettalengranúnaviðsjáumstbaraáföstudagskvöldiðklukkantíu
takkblessssssssss!!!!

... og anda:) ... það er enginn steingeit í mér, ég þekki stelpu sem er steingeit og hún er snillingur í að skipuleggja svona, vantar nokkur þannig gen í mig því ég á ábyggilega eftir að gleyma einhverjum:/ einhver sjálfboðaliði til að hlýða mér yfir gestalistann?;) það má líka hjálpa mér, ef þið hafið ekki fengið email sendið mér endilega bréf (linkurinn á mig er hægra megin) og ég skal staðfesta það við ykkur að ykkur er boðið.... anívei:)

síðasta vaktin mín á kaffihúsinu var á sunnudaginn og ég eyddi deginum í að henda fólki sem var enn að djamma eftir Menningarnótt út .... ótrúlegt úthald hjá sumum:) svo var ein stelpa sem stóð fyrir utan og bauð sig til sölu, það kom fólk inn og sagði okkur frá henni en ég verð að segja að ég trúði þeim ekki fyrr en ég fór út og hlustaði, jú, hún var til sölu, ekki dýrt, barasta frekar ódýrt og ef þú vildir gastu fengið sýnishorn af því sem stóð til boða... ég hringdi á lögguna... þegar ég var nýbúin að skella á og þeir ætluðu að tékka á þessu (hver getur staðist svona kostaboð... hmmmm) kom hún inn og vildi kaupa kakó, hún var "sko að vinna" .... okey:) verð að segja að ég átti bágt með mig en ég gat ekki afgreitt hana, það var verulega vond lykt af henni og hún var alls ekki edrú - þegar fólk kemur inn sem er búið að fá nóg að mínu mati nýti ég mér stundum lögin sem segja að það megi ekki selja ölvuðum áfengi því það vita ekki allir hvenær þeir eiga að hætta.... hún fór út og við loftuðum út

góðar stundir:)

Engin ummæli: