þriðjudagur, júní 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð rúsínurnar mínar!!



Skjaldarmerkið er fengið af síðu forsetans, textinn undir myndinni er merkilega óskiljanlegur, ég varð lesa hann tvisvar (rólega í seinna skiptið) til að skilja hver var hvað, samt vissi ég það - kannski ætti einhver að gera forsetavefinn aðeins skiljanlegri? og þá er ég ekki að tala um að breyta stílnum, þessi stíll er að sjálfsögðu viðeigandi á vef forsetans en myndatextinn er bara rugl;)

og talandi um texta, ætli þessi frétt á mbl.is sé þýdd?:
Manson fékk fjögur úr fjölskyldunni, Atkins, sem var 22 ára, Charles „Tex" Watson, sem var 25 ára, Patriciu Krenwinkel, 22 ára og and Lindu Kasabian, 20 ára, til að myrða Tate og vini hennar.
[feitletrun mín]

Hvað um það:)

Pálína og Hákon eru að fara að gifta sig í dag:)
ég fer í brúðkaupið beint eftir vinnu og það er ekki laust við að ég hlakki til, ef ég er spennt (og stend algerlega utan við þetta allt saman nema sem venjulegur gestur) get ég ekki ímyndað mér hvernig sjálfum brúðhjónunum líður:) og ég held að sé ekki hægt að panta betra brúðkaupsveður;)

Jamms, ég er farin að hallast að því að 17. júní sé bara allt í lagi dagur - þrátt fyrir vangaveltur fyrri ára eru margir góðir 17. júníar þarna í fortíðinni og mér finnst einhvern vegin eins og það hafi alltaf verið sól þennan dag?

... og núna er ég farin út í hana:)

Lifið heil og skemmtið ykkur vel í dag

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega þjóðhátíð guðrún mín :) Alltaf þegar ég hugsa um brúðkaup þá hugsa ég bara um ókeypis veitingar, það er svona guy's perspective on weddings held ég :)

theddag sagði...

Hmmm ... er ennþá þjóðhátíð hjá þér mín kæra? ;)

theddag sagði...

...og enn er þjóðhátíð. Veit það var voða gaman að labba með ísröltið.

theddag sagði...

Labba með MÉR ísröltið ....


hahhaha, dísess, maður er ekki fær um að tala - "labba ísröltið". Sumir eiga sér enga von.

Hætti nú áður en ég verð mér meira til skammar.