laugardagur, júní 07, 2008

Hurðu, svo bara komst ég ekkert í að blogga:)

Ég var að vinna sko, mjög skiljanlegt að ég skuli ekki hafa haft tíma til að sitja og sinna einkaerindum í tölvunni og allt það:) en svolítið skeflilegt kom fyrir á leiðinni heim!

Ég var að keyra í mesta sakleysi - ég var á bílnum, ekki hjólinu því allt draslið sem fylgir hjólinu var í þurrki eftir svaðilfarir fimmtudagskvöldsins ... sem ég mun segja frá við betra tækifæri - þegar ég á ekki að vera að fara að sofa til dæmis:)

Hvað um það, er að keyra heim og vitiði hvaða lag kom í útvarpinu???!!

Dansi, dansi dúkkan mín!!

Reynið að sofna við það á rípít í höfðinu:D

Góðar stundir

3 ummæli:

Eydís sagði...

Hahahahahaah!

Dansi, dansi dúkkan mín er á rípít í lífi mínu þessa dagana. Ef ég dirfist að syngja eitthvað lag fyrir litlu hnátuna þá þarf ég að syngja sama lag AFTUR og AFTUR og AFTUR og AFTUR...

Þau óma líka stundum í hausnum á mér þegar ég er að reyna að sofna ;)

Nafnlaus sagði...

Hræðilegt á rípíti en ýmyndaðu þér hvernig hláturslagið hans ómars ragnarssonar hljómar....hahahahhah hohohohhoho hehehehehe
kv, Valgerður

theddag sagði...

Bíddu fyrirgefðu ... Á HVAÐA STÖÐ HLUSTAR ÞÚ EIGINLEGA???!!!