fimmtudagur, júní 26, 2008

Ég er að horfa á So I Married an Axe Murderer og mér finnst afskaplega erfitt að venjast þeirri tilfinningu að Shrek sé að "tala fyrir" Mike Myers:)

... kannski er það vísbending um að ég hafi horft of oft á Shrek myndirnar?:)

nah, ekki möguleiki að horfa of oft á svona háklassa bíómyndir, er það nokkuð?;)ég er í vinnunni núna og klukkan er að slefa í fimm, tíminn milli fimm og sjö líður stundum afturábak hérna í geymslunni - þá er ég yfirleitt orðin þreytt, allt dottið í dúnalogn, fólk sofnað og lítið að gerast - síðustu nótt var hins vegar mikið stuð á viðskiptavinunum og allt annað en rólegt nema bara rétt undir klukkan sjö. Það var einn kúnninn sem kunni sérlega illa við innilokunina (það kann að sjálfsögðu enginn vel við hana en fólk bregst afskaplega mismunandi við orðnum hlut, vægast sagt).

Þessi barði hurðina stöðugt og án hlés í nokkra klukkutíma. Hurðin er úr stáli og höggin eiga það til að síast inn í undirmeðvitundina mína og líkamann þannig að ég spennist öll upp án þess að vita almennilega af því. Það er yfirleitt ekki fyrr en ég er komin heim sem ég fatta að ég er öll stíf í öxlunum og þreytt í bakinu eftir hávaðann. Ekkert sem heit sturta fyrir svefinn lagar ekki, en það var ekki svo auðvelt í morgun. Í gærdag voru nefnilega settir upp pallar beggja vegna við húsið við hliðina á mér. Tilgangur pallanna er allsherjar yfirhalning á húsinu, steypuviðgerðir, málun og að mér sýnist glugga- og þakskipting. Þessum framkvæmdum fylgja högg og ég var nýsofnuð þegar mennirnir byrjuðu að vinna og berja húsið að utan ... til að gera langa sögu stutta þá svaf ég afskaplega laust í allan dag því mig dreymdi í sífellu að ég væri í vinnunni (því höggin voru sambærileg við hávaðann sem einkenndi síðustu nótt) og ekki að sinna henni heldur lægi sofandi á vaktinni, hálfgerð martröð í allan dag - ég er greinilega samviskusöm í svefni líka:)

Góðar stundir

3 ummæli:

theddag sagði...

Nei, kjáni, ég ætla ekki að selja dótið mitt fyrir súrefni. Ég ætla bara ekki að KAUPA dót til að eiga fyrir súrefni. Og svo er aldrei of oft horft á Shrek, sérstaklega ekki Shrek 2. Svo er þér velkomið að koma og lúlla í gestarúminu. Hér er kyrrð og ró nema helst að lóan syngi, ég skal meira að segja ekki hafa hátt og standast þá freistinu að berja á dyrnar hjá þér þó mér finnst voðalega gaman að hrekkja þig ... en ég geri það bara af því mér þykir vænt um þig :D

Nafnlaus sagði...

Eyrnatappar og augnleppar? Það gæti leyst þetta vandamál :)

VallaÓsk sagði...

Shrek 2 er það þegar þau eiga börn???

vonandi verða þeir snöggir að gera við þarna við hliðina á þér svo að þú losnir við hamars og bor hljóð þegar þú ert að reyna að sofa.